Forsíða

Forsíða > Áhugavert > Lyfja og umhverfið
Lyfja og umhverfið
Lyfja hefur sett af stað ferli til að móta stefnu í umhverfismálum. Fyrirtækið hefur tekið upp virka umhverfisstjórnun sem felur í sér aðgerðir til þess að draga úr umhverfisáhrifum af starfseminni og stuðla að bættri umgengni við náttúru og umhverfi. Lyfja bindur vonir við að verkefnið skili sér ekki síst í ánægðara starfsfólki og viðskiptavinum, en Lyfja hefur fullan hug á að verða til fyrirmyndar í stjórnun umhverfismála í verslun á Íslandi. 

Áhrifa af umhverfisstefnu fyrirtækisins mun gæta í öllum verslunum Lyfju um land allt.  Helstu snertifletir okkar við umhverfið eru eftirfarandi:

1. Plast og umbúðanotkun
Lyfja hefur einsett sér að stuðla að betri nýtingu plasts og auka endurvinnslu þess, en mikið fellur til af slíkum úrgangi í verslunarrekstri.  Við viljum draga úr plastnotkun í verslun og bendum viðskiptavinum á að nota plastpokana sína aftur eða kynna sér margnotapoka t.d. þá sem teknir hafa verið í sölu í öllum okkar verslunum.  Frá og með 10. maí 2010 mun Lyfja innheimta gjald fyrir alla plastpoka sem nemur 15 kr, en ágóðinn mun renna í pokasjóð Lyfju sem verja mun þeim fjárhæðum í verkefni á sviði heilbrigðis- og umhverfismála.  

2. Sorpflokkun
Lyfja hefur gert samkomulag við Gámaþjónustuna um sorpflokkun á landsvísu fyrir allar verslanir Lyfju.  Lyfja vinnur að því að flokka a.m.k. allan bylgjupappa og plast sem til fellur við starfsemina. 

3. Umsýsla með lyf
Lyfjaverslanir á Íslandi starfa allar innan ramma laga um lyfjaumsýslu sem krefst mikillar útprentunar og þar af leiðandi pappírsnotkunar.  Lyfja er sannfærð um að gera má betur og draga verulega úr pappírsnotkun, m.a. með því að nýta sér tækni og rafrænar lausnir til fulls.  Lyfja hvetur alla hlutaðeigandi til að vinna saman að lausnum sem miða að því að draga úr pappírsnotkun, án þess að það komi niður á öryggi við umsýslu lyfja.

4. Þrif og almenn efnanotkun
Lyfja beinir innkaupum sínum á þessu sviði til fyrirtækja sem hafa hlotið umhverfisvottun á borð við Svaninn.  ISS annast þrif á flestum útsölustöðum.  Starfsfólk Lyfju notar Ecover, umhverfisvænar hreinlætisvörur, innanhús í verslunum okkar.

5. Skil á lyfjum
Útrunnin lyf eiga ekkert erindi í heimilissorpi eða í klósettskálinni.  Við vekjum athygli á að öll apótek taka á móti útrunnum lyfjum og sjá um að koma þeim í eyðingu.