Fræðslugreinar

Kynsjúkdómar : Holl ráð um kynsjúkdóma

Kynsjúkdómar eru sjúkdómar, sem smitast við kynmök eða aðrar kynlífsathafnir. Hættan á kynsjúkdómum eykst eftir því sem fólk hefur fleiri rekkjunauta.

IStock-509859068

Kynsjúkdómar : Af hverju þarf getnaðarvarnir?

Oftast hefur fólk samfarir í þeim tilgangi að njóta kynlífs en ekki til að eignast barn. Ef getnaðarvarnir eru ekki notaðar er líklegt að af hverjum 100 konum verði um 80–90% þungaðar innan árs. Notkun getnaðarvarna gerir fólki kleift að forðast þungun þegar ekki er ætlunin að ráðast í barneign og að finna góðan tíma í lífi sínu til að eignast barn.

Kynsjúkdómar : Sárasótt

Sárasótt (syphilis) er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríu er nefnist Treponema pallidum.

Kynsjúkdómar : Lifrarbólgur B og C

Lifrarbólga B smitar með svipuðum hætti og HIV veirunni sem veldur Alnæmi. Algengustu smitleiðir eru samfarir, og blóðblöndun, t.d. með menguðum sprautum og nálum.

Kynsjúkdómar : Kynfæraáblástur (herpes)

Kynfæraáblástur getur bæði orsakast af kynfæraáblástursveirunni (Herpes II) og varaáblástursveirunni (Herpes I).

Kynsjúkdómar : Klamydía

Klamydíusýking orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis). Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu.

Kynsjúkdómar : Flatlús?

Flatlús (Phthirus pubis) er sníkjudýr sem er aðallega að finna í hárunum í kringum kynfærin. Hún getur líka verið í handarkrika, bringuhárum, augnabrúnum og augnhárum. Flatlús er sjaldgæf í hársverði.

Kynsjúkdómar : Alnæmi/HIV

HIV er alvarlegur og lífshættulegur sjúkdómur, þróist sjúkdómurinn án meðferðar.

Kynsjúkdómar : Almennt um kynsjúkdóma

Sjúkdómar sem smita við samfarir nefnast kynsjúkdómar. Smit á sér oftast stað við beina snertingu slímhúða.

Kynsjúkdómar : Kynfæravörtur

Hvað eru kynfæravörtur?
Kynfæravörtur eru sýking af völdum Human Papilloma Virus sem skammstafast HPV. Margar gerðir eru þekktar af þessari veiru og hafa sumar þeirra verið tengdar leghálskrabbameini. Það eru einkum tvær tegundir veirunnar sem valda vörtum sem koma á slímhúð og húð, sérstaklega á ytri kynfæri og við endaþarmsop. Margt bendir til þess að þetta sé algengasti kynsjúkdómurinn á Vesturlöndum. Talið er að meira en helmingur þeirra sem eru virkir í kynlífi hafi sýkst af veirunni.

Kynsjúkdómar : Lekandi

Lekandi er kynsjúkdómur sem stafar af bakteríunni Neisseria gonorroheae, en bakterían tekur sér bólfestu í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi.

Kynsjúkdómar : Kláðamaur

Kláðamaur (scabies) er sníkjudýr sem lifir í húð manna. Þetta er algengur húðsjúkdómur um allan heim sem getur smitast við kynmök.