Fréttir

Skimunarpróf fyrir ristilkrabbameini fæst í Lyfju
Mánudagurinn 10. mars 2014
Í samvinnu við Heilsuvernd hefur Lyfja nú hafið sölu á skimunarprófi gegn ristilkrabbameini.
Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi.
Rannsóknir hafa sýnt að fækka má dauðsföllum af völdum ristilkrabbameins verulega með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Skipulögð skimun meðal 50 ára og eldri er nú þegar notuð í löndum í kringum okkur.

Heilsuvernd hefur nú sett á markað einfalt skimunarpróf sem sérfræðingar þeirra greina og meta. Prófin fást í öllum apótekum Lyfju um land allt. Prófið er einfalt í notkun og nákvæmar leiðbeiningar fylgja.
Þegar búið er að framkvæma prófið er það sent til Heilsuverndar í umslagi sem fylgir með því. Heilsuvernd greinir sýnin og sendir viðkomandi niðurstöður og leiðbeiningar um hvað gera skuli í framhaldinu frekari rannsóknir eru taldar nauðsynlegar.

Prófið kostar 4.990 en er endurgreitt að fullu af flestum sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Það er því mikilvægt að geyma kassastrimilinn og senda til viðkomandi stéttarfélags.

Nánar má lesa um ristilkrabbamein og forvarnir með því að smella hér.

Við bendum jafnframt á grein sem birtist nýlega á Pressan.is