Fréttir

Lyfja á Smáratorgi stækkar
Föstudagurinn 8. febrúar 2013

Nú standa yfir framkvæmdir í Lyfju á Smáratorgi.

Á meðan framkvæmdum stendur verður einhver röskun á starfsemi Lyfju á Smáratorgi en apótekið mun vera opið allan tímann.

Hjúkrunarþjónustan verður lokuð frá 5. febrúar. Við bendum viðskiptavinum okkar á að í Lyfju í Lágmúla starfar hjúkrunarfræðingur og sjúkraliðar sem taka vel á móti ykkur.

Stærra og rúmbetra apótek mun opna þann 25. mars.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir kunna að valda og þökkum fyrir að sýna okkur þolinmæði á meðan á þeim stendur.