Spurning

Fræðsla og forvarnir > Geðheilsa > Spurt og svarað > Geðhvarfasýki
Geðhvarfasýki
Spurning barst þann 27.8.2007
Spurning:

Getið þið gefið mér upplýsingar um sjúkdóm sem heitir Geðhvarfasýki 2

Svar:

Sæl

Því miður er ansi fátt sem ég get frætt þig um varðandi þennann sjúkdóm, enda meira á sviði sálfræðinga eða geðlækna heldur en lyfjafræðings. Veit þó að þetta er alvarlegt form þunglyndis, sem jafnvel sálfræðingar rífast um hvernig á að skilgreina. Miklu heldur væri ef ég vísaði þér á Persona.is en þar er að finna mjög góðar upplýsingar um geðsjúkdóma og hægt að spyrja sérfræðinga á því sviði spjörunum úr.

Vona að þetta komi að gagni
kveðja Friðþjófur lyfjafræðingur