Spurning

Heilsa og vellíðan > Náttúruvörur > Spurt og svarað > Hvað er eplaedik?
Hvað er eplaedik?
Spurning barst þann 27.8.2007
Spurning:

Sæll. Ég hef verið að lesa mér til um epla-edik sem hreinsandi og kólesteróllækkandi ásamt fleiru. Getur þú sagt mér eitthvað um þetta? T.d. hver er munurinn á virkni hreins ediks eða því sem inniheldur móður (mother)? Eru gæði epla-ediks í töfluformi eitthvað sambærileg við það í vökvaformi? EK

Svar:

Nú vil ég taka það fram að ég er enginn sérfræðingur í eplaediki en svara þessu eftir bestu getu.

Hefðbundin notkun eplaediks er til matargerðar. Það má þó rekja notkun þess til lækninga nokkur þúsund ár aftur í tímann eða allt til forn Egypta. Sagt er að Hippocrates, oft nefndur faðir læknisfræðinnar, hafi meðhöndlað sjúklinga sýna með því vegna læknandi, bakteríudrepandi og hreinsandi áhrifa þess.
Það hefur þó margt gerst í læknisfræði á 2400 árum.

Nú er ég sannfærður um að epli eru holl og góð enda sagir máltækið "an apple a day keeps the doctor away". En þegar framleiðendur vara sem innihalda eplaedik halda því fram að það stuðli að þyngdartapi, hafi áhrif á efnaskiptahraða, lækki kólesteról, hafi jákvæð áhrif á blóðþrýsting og hjarta, geti hjálpað við að stjórna blóðsykri, virki gegn liðagigt og stífni í liðum, sé gott við beinþynningu, gallsteinum, astma, krabbameini, candida sýkingum, flensu og kvefi, hægðartregðu, krömpum, niðurgangi, þunglyndi, matareitrun, höfuðverk, meltingu, nefstíflum, magasárum ofl. þá fallast mér hendur og ég veit ekki hvað snýr fram eða aftur.

Allar þessar fullyrðingar eiga ekki rétt á sér, en eins og ég sagði áður þá eru epli holl og um extract unnið úr þeim er ekki annað hægt að segja en að það geti verið hollt ef það er unnið á þann hátt að það innihaldi nánast sömu efni og epli. En það mun vera ætlun framleiðanda þessara extracta.

Epli innihalda margvísleg næringarefni, m.a. vítamín, steinefni, kolvetni, ensím ofl. m.a. pektín. Pektín er mikilvægt ensím til niðurbrots próteina í meltingarvegi manna, það er framleitt þar og virkni þess stjórnast af sýrustigi meltingarfæra. Það má því vel rökstyðja það að epli séu holl og góð fyrir meltinguna, vegna þess að þau innihalda pektín og sýru sem virðist hafa jákvæð áhrif á meltinguna. Mjög varasamt er að fullyrða um meira enda lítið sem styður slíkt.

Erfitt er fyrir mig að meta gæði þessara vara, ekki sýst í ljósi þess að meirihluti náttúruvara er ekki framleiddur undir ströngu gæðaeftirliti. Ég myndi þó halda að eplaedik í vökvaformi væri auðveldari í framleiðslu og innihaldsefni haldist betur óbreytt.

Varðandi mother innihald varanna virðist mér þetta:
Þegar eplaedik er framleitt er safi kreistur úr epli og látinn í dauðhreinsað ílát. Þá hefst gerjun sem myndar svokallað mother á ensku eða edik. Því virðist sem framleiðendur séu að halda þessu mother á lofti til að gefa í skyn að þeirra vara sé betri, náttúrulegri eða eitthvað slíkt.

Kveðja, Friðþjófur Már Sigurðsson lyfjafræðingur