• Sérfræðingar Lyfju

Líttu við í Lyfju

Hjá Lyfju starfa lyfjafræðingar, lyfjatæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sérþjálfað starfsfólk sem er tilbúið að veita þér þjónustu í verslunum okkar um land allt.

Heilsufarsmælingar, sprautugjöf og hjúkrunarþjónustan er opin hjá Lyfju Lágmúla og Lyfju Smáratorgi virka daga frá 8-16. 


Lyfja Heyrn

Líttu við í Lyfju Heyrn. Hjá okkur getur þú skoðað, prófað og fengið ráðgjöf um vörur sem bæta og vernda heyrn. Við bjóðum forskimun, ítarlega heyrnar­mælingu og hágæða heyrnartæki.

Nánar

Líttu við í hjúkrunarþjónustu

Þú færð ráðgjöf hjúkrunarfræðings án tímapöntunar í Lyfju Smáratorgi og Lágmúla frá 8-16 virka daga.

Nánari upplýsingar


Lyfju appið

Í Lyfju appinu getur þú sótt um umboð til að versla fyrir aðra, keypt lausasölulyf, vítamín og sjálfspróf. Þú getur fengið lyfseðilsskyld lyf send frítt heim að jafnaði innan klukkustundar á öllum stærstu þéttbýlisstöðum landsins og fengið ráðgjöf sérfræðings alla daga frá kl. 10-22. 

Sækja appið


sprautugjöf

Það getur komið sér vel að eiga aðgang að fagfólki utan sjúkra­stofnana til að spara biðtíma og fyrirhöfn. Hjá okkur getur þú fengið aðstoð hjúkrunarfræðinga vegna sprautugjafar. 

Nánar um sprautugjöf

Skipskistur og sjúkrakassar

Við afgreiðum allar gerðir af lyfjakistum fyrir skip. Útbúum einnig sjúkrakassa fyrir heimili, sumarbústaði, bíla, flugvélar og vinnustaði eftir þörfum hvers og eins.

Nánar um skipskistur og sjúkrakassa


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka