Þjónusta í Lyfju

Þjónusta í Lyfju > Hjúkrunarvörur
Hjúkrunarvörur
Í Lyfju Lágmúla eru hjúkrunafræðingar, sem veita ráðgjöf og er sú þjónusta opin:

Lyfja Lágmúla: Frá kl 8.00 - 17.00 Sími 533 2300 / 533 2308

Lyfja Smáratorgi: Frá kl 8.00 til 12.30 mán.-fimmt. Lokað á föstudögum Sími 564 5600
       

Ráðgjöfin felst í aðstoð við val á hjúkrunarvörum og kennslu. Leggjum mikið upp úr því að útvega þær vörur sem beðið er um og viðkomandi þarf á að halda. Viðskiptavinurinn getur fengið vörurnar sínar á einum stað, hann þarf ekki að hlaupa á milli margra útsölustaða.

Dæmi um þjónustu: 

    Sprautun (einungis í Lyfju Lágmúla frá kl 10 – 12 virka daga) 
    Fjarlægja sauma og aðstoð við sáraumbúðaskiptingar 
    Heilsufarsmælingar

    Stómavörur
a) Pokar, plötur fyrir ileo-, colo- og urostómaþega (frá Coloplast og Convatec)
b) Fylgihlutir þ.e húðverjandi, stómafestubúnað, grisjur, lykteyðandi, hreinsibúnað.
Fræðsla: Ostomy, The Guardian Society, United Ostomy Association.
Börn með stoma fræðslubæklingur pdf. Þú þarft Acrobat reader 

    Barkastómavörur
a) Barkastómahlífar, barkastómasíur, rakanef, talventla, innri-ventla, kanilur
b) Fylgihluti, þ.e. húðverjandi, grisjur, hreinsibúnað
Fræðsla: Inhealth, Passy-muir, Atosmedical

   Þvagleggi, þvagpoka og festibúnað, uridom (þvagsafnara fyrir karlmenn) þvaglekatappa (fyrir konur)
   (frá Conveen), blöðruskolsett. 

   Hægðalekatappa (frá Ýmus og Conveen) 

   Næring
a) Almenn næring frá: Semper, Abbot, Nutricia, Build-up
b) Næring fyrir efnaskiptasjúkd. P.K.U
Fræðsla: Hammermuehle-online, pku.dk 

   Sykursýkisvörur frá  Bayer (Contour, Glucometer Dex), LifeScan (OneTouch), Roch (AccuChek)
a) Blóðsykurmæla (kennum á mælana), blóðsykurstrimla, blóðhnífa (lancettur), stungubyssur, sprautur og nálar, þvagsykurstrimla, sykurgel, þrúgusykur
Fræðsla: Samtök sykursjúkra, Glucowatch, Glucometerdex

   Bindibúnað þ.e. grisjur, duoderm, húðverjandi, þrýstisokka

Það getur komið sér vel að eiga aðgang að fagfólki utan sjúkrastofnana til að spara biðtíma og fyrirhöfn. 

ALLAR ofantaldar vörutegundir eru tryggingatengdar, við sjáum um að fylla út reikninga og að skírteini séu í gildi.

Heimsendingarþjónusta er á þessum vörum, sendum út á land.