B-vítamín

Vítamín

  • B-vitamin

B-vítamín eru vatnsleysanleg vítamín. Þau safnast ekki fyrir í líkamanum og valda því síður eiturverkunum en fituleysanlegu vítamínin ( A-, D-, E- og K-vítamín).

B-vítamín eru vatnsleysanleg vítamín. Þau safnast ekki fyrir í líkamanum og valda því síður eiturverkunum en fituleysanlegu vítamínin ( A-, D-, E- og K-vítamín). B-vítamínum er skipt í undirflokka sem eru tölusettir í þeirri röð sem þeir voru uppgötvaðir. Töluröð B-vítamínanna er ekki samfelld af því að í gegnum tíðina hafa uppgötvast efni sem voru í fyrstu álitin B-vítamín en síðar kom í ljós að svo reyndist ekki vera og þau duttu sjálfkrafa úr töluröðinni. 

Anna Elín Kjartansdóttir, Valdís Beck og Þóra Jónsdóttir, lyfjafræðingar.