Helstu kvillar á meðgöngu

Algengir kvillar

  • 21643240_s

Meðgöngukvillar eru mis miklir á meðgöngu. Enda er engin meðganga eins. Hér á eftir hafa verið teknir saman nokkrir góða punkta sem geta nýst vel á meðgöngunni.

Brjóstsviði

Brjóstsviði er algengur fylgikvilli  meðgöngu. Vegna hormónabreytinga hægist á starfsemi meltingarfæranna sem seinkar tæmingu magainnihaldsins.

Sumar fæðutegundir geta aukið á brjóstsviðann s.s. hvítkál, laukur, pylsur, pítsur og mikið  kryddaður matur, einnig matur sem steiktur er í mikilli fitu. mokkur ráð til að losna við bjóstsviða er meðal annars:

  • Að sofa með hátt undir höfði
  • Mjólkurglas
  • Sterkt tyggjó
  • Sódavatn
  • Rennie
  • Blanda matarsóda við vatn og drekka

Ógleði

Morgunógleði er algengust fram á 10-15 viku. Þessar vikur eru oftast mjög lengi að líða enda enn þá leynd yfir öllu saman. Sumar finna fyrir engri ógleði á meðan aðrar eru með ógleðina allan daginn. Ógleðin á það til að koma aftur á seinni hluta meðgöngunnar eða um 30 viku. Gott ráð sem við lumum á er að fara út að labba og koma inn og borða um leið. Lystin er oft ekki mikil á meðan ógleðinni stendur en eftir hreyfingu er oft gott að borða strax.

  • Passa að verða ekki svöng (svengd veldur ógleði)

  • Til eru sleikjóar í apóteki sem á að slá á ógleði.
  • Drekk nóg af vökva og þá helst vatni
  • Passa að verða ekki of heitt
  • Piparmyntulykt
  • Sódavatn
  • Engiferdrykkir

Slit

Að slitna á meðgöngu hræðir margar. Þegar barnið er komið í fangið er það ekki það fyrsta sem maður hugsar. Slitin dofna oftast með tímanum og margar konur verða stoltar af slitunum því það er ekki sjálfgefið að koma barni í þennan heim.

Slit eru talin hormónatengd og koma að innan. Til þess að líða betur í sálinni er hægt að bera á sig gott krem eða olíu.

Nokkrar góðar olíur :

Grindargliðnun

Grindargliðnun eflaust einn af sársaukafyllstu meðgöngukvillunum enda lítið hægt að gera við því. Gliðnunin er líka persónubundin og finnur hver og ein hvað er best fyrir sig.

  • Gott er að fjárfesta snemma í gjafapúða og sofa með hann
  • Sjúkraþjálfun
  • Sund
  • Bað
  • Heitir bakstrar

Bjúgur

Bjúgur er vökvasöfnun sem getur ýmist verið staðbundin eða útbreidd um líkamann. Bjúgur einn og sér er ekki metið lengur sem „hættuástand“ það er að segja ef bjúgurinn minnkar eftir hvíld. Það eru nokkur ráð til að reyna koma í veg fyrir bjúg. Mataræði getur skipt miklu máli en getur verið mjög erfitt á meðgöngu þar sem löngunin í óhollan eða saltaðan mat getur verið mikil.

Húðin

Sumar verða betri en nokkru sinni áður í húðinni á meðan meðgöngunni stendur á meðan aðrar steypast út í bólum. Gömul kenning segir að það fari eftir kyni barnsins og er oft gaman að spá í gömlum kenningum.

Lítið er gefið við slæmri húð á meðgöngu en hægt er að prufa sig áfram með góðum kremum ásamt því að hugsa vel um húðina. Gott er að hafa í huga að húðin er mjög viðkvæm á meðan meðgöngu stendur. Sólarbruni og sviði undan kremum, möskum og örðu er algengur og fara skal varlega í þá hluti.

  • Gott rakakrem
  • Penzim
  • Húðvörur frá Decubal fyrir viðkæma húð

Vítamín

Gott er að hugsa vel vað maður setur ofan í sig á meðgöngu. Vítamín skiptir mjög miklu máli svo að fóstrið fái nóg af öllum vítamínum. Fólínsýru er mælt með að taka inn alla meðgönguna og byrja eins fljott og hægt er eftir að þungunin uppgötvast.

Kláði

Kláði er mjög algengur á meðgöngu, helstu ástæður kláðans eru tog á húðinni og aukið blóðflæði um húð en einnig getur orsökin verið gallstasi. Nokkur ráð við kláða.

  • Fara í volga sturtu eða bað frekar en heitt
  • Sofa með kalt í herberginu
  • Skipta um þvottaefni
  • Bera á sig kælikrem
  • Nota gott krem
  • Minnka sápu

Við ráðfærum ykkur að tala um alla kvilla við ykkar ljósmóður, þær luma oft á góðum ráðum. Einnig mælum við með því að hlusta á líkamann. Sumar geta unnið fram að settum degi á meðan aðrar verða hætta á fyrstu vikum. Hvíld skiptir öllu máli og að njóta þess að slaka á. Fæðingin og fyrstu dagarnir eru oft mjög erfiðir og skiptir þá miklu máli að vera út hvíld. 

Þessi grein er byggð á grein sem birtist fyrst á mamie.is 13. apríl 2016