Sjúkdómar og kvillar: Hjarta– og æðakerfið

Fyrirsagnalisti

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Hjarta– og æðakerfið Næring : Hvernig er blóðþrýst­ingurinn?

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar hér um háan blóðþrýsting. Í fyrirlestrinum er farið yfir hvers vegna mikilvægt er að greina og meðhöndla hann og teknir fyrir lífshættir sem þarf að tileinka sér til að halda þrýstingnum góðum.

Charlotte-karlsen-yz0yUM6IZ4k-unsplash

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Blóðþrýstingur | Mataræði og lífsstíll

Hár blóðþrýstingur er áhættuþáttur fyrir hjarta-og æðasjúkdómum. Einkenni koma oft ekki fram fyrr en blóðþrýstingurinn er orðinn verulega hár. Helstu orsakir fyrir háþrýstingi eru streita, sykurát, ofþyngd, kyrrseta, óhófleg neysla á kaffi og áfengi, reykingar og of mikil saltneysla. Í stökum tilfellum getur undirliggjandi orsök verið vegna erfða eða nýrnavandamála.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Háþrýstingur

Háþrýstingur er talinn valda um þriðjungi ótímabærra dauðsfalla. Ómeðhöndlaður háþrýstingur getur leitt til æðakölkunar, hjartadreps, hjartabilunar, heilablóðfalls, heilabilunar, nýrnabilunar og sjónskerðingar. Mikilvægt er því að greina háþrýsting á snemmstigum því háþrýsting er hægt að meðhöndla. Sýnt hefur verið fram á að hækkun um 20 mmHg í efri mörkum og 10 mmHg í neðri mörkum tvöfaldar líkur á þróun hjarta- og æðasjúkdóma.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Kólesteról | Mataræði og góð ráð

Kólesteról og þrýglýseríðar flokkast sem helsta blóðfita líkamans og er mikilvægt byggingarefni fyrir frumur okkar og nauðsynlegt við myndun margra hormóna.

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Blóðþrýstingur

Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans og er nauðsynlegur til að viðhalda blóðflæði til líffæra. 

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Hár blóðþrýstingur

Hár blóðþrýstingur (e. hypertension) eða háþrýstingur er ástand sem eykur líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum. 

IStock-514852894

Hjarta– og æðakerfið Meltingarfærasjúkdómar : Hvað er gyllinæð?

Gyllinæð er tilkomin vegna þess að bláæðar í endaþarmi víkka út og það myndast æðahnútar.

IStock-538990211

Hjarta– og æðakerfið : Æðahnútar

Æðahnútar eru hnýttar, útþandar bláæðar. Hvaða bláæð sem er getur orðið að æðahnúti en þær sem oftast koma við sögu eru æðarnar í fótum okkar og fótleggjum. Ástæðan er sú að upprétt staða, það er þegar við stöndum og göngum, eykur þrýsting í bláæðunum í neðri hluta líkamans eins og nánar verður vikið að hér á eftir.

Hjartabilun

Hjarta– og æðakerfið : Hjartabilun

Þeir sem hafa hjartabilun eru ekki einir á báti því að gera má ráð fyrir að 3-5000 manns þjáist af þessum sjúkdómi hér á landi. Hjartabilun er ein af algengustu ástæðum fyrir sjúkrahúsinnlögn hjá fólki yfir 65 ára og algengi (tíðni) hjartabilunar virðist fara vaxandi.