Sjúkdómar og kvillar: Krabbamein

Fyrirsagnalisti

Almenn fræðsla Krabbamein : Karlar og skimanir

Hvað er skimun? Skimun, eða skipuleg hópleit, felst í því að leitað er eftir krabbameini eða forstigum þess hjá tilteknum hópi fólks sem sýnir engin merki þess að vera með krabbamein. Markmiðið er að finna krabbamein fyrr en annars væri hægt, jafnvel á forstigi. Á Íslandi er konum á vissum aldri boðið í skimun fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ekki er skimað fyrir neinum „karlakrabbameinum“ en í undirbúningi er að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini hjá báðum kynjum.

Almenn fræðsla Krabbamein : Hvað er krabbamein?

Krabbamein geta átt upptök sín í næstum öllum vefjum og líffærum líkamans. Krabbamein myndast við það að erfðaefni frumu breytist og veldur því að hún starfar ekki lengur eins og heilbrigðar frumur af sama tagi. Fruman fer meðal annars að fjölga sér stjórnlaust og þannig myndast illkynja æxli. Krabbamein geta dreifst um líkamann frá líffærinu sem það á upptök sín í, meðal annars með blóðæðum og sogæðum.

Almenn fræðsla Krabbamein : Eistnakrabbamein

Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en hafa samt þá sérstöðu að vera algengustu illkynja æxli ungra karlmanna (25-39 ára). Árlega greinast um 14 karlar hérlendis og meðalaldur við greiningu er 34 ár. Eistnakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að lækna þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra og eru um 98% á lífi fimm árum eftir greiningu.

Almenn fræðsla Krabbamein : Þekkir þú einkennin?

Það er ekki að ástæðulausu sem við hvetjum karlmenn sérstaklega til að þekkja og bregðast við hugsanlegum einkennum krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins meðal fólks á Íslandi sem greindist með krabbamein á árunum 2015-2019 sýndi að karlar leituðu almennt seinna en konur til lækna vegna einkenna sem reyndust eiga rót sína að rekja til krabbameins. Alls 14% karla biðu í meira en ár með að hitta lækni.

Það getur skipt miklu máli varðandi horfur að krabbamein séu greind fljótt ef einkenni gera vart við sig og því skiptir máli að þekkja þau og bregðast við þeim. Mynd: steffi harms frá Unsplash  

Almenn fræðsla Krabbamein : Hver er ávinningur þess að skima fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi?

Árið 2001 gaf landlæknir út leiðbeiningar um skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi og árið 2020 lagði fagráð um skimanir til að skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi myndi hefjast sem fyrst og að einstaklingum á aldrinum 50-74 ára yrði boðin þátttaka. Á meðan engin skipulögð skimun er í boði er fólki ráðlagt að leita til læknis um fimmtugt og spyrjast fyrir varðandi þessi mál.  

Almenn fræðsla Krabbamein : Leghálsskimun - spurningar & svör

Undanfarið hefur verið mikil umræða um skimun fyrir leghálskrabbameini og getur verið áhugavert að kynna sér eðli og mikilvægi leghálsskimunar.

Krabbameinsfélagið hvetur konur eindregið til að bóka tíma þegar þeim berast boðsbréf í skimun. 

Almenn fræðsla Krabbamein : Brjóstaþreifing - kennslumyndband

Mælt er með að konur á öllum aldri skoði brjóstin reglulega. Þá átta þær sig á því hvað er eðlilegt og ef eitthvað breytist frá því síðast.

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: hvað er hægt að gera til að minnka líkur á krabbameinum?

Allir geta fengið krabbamein. En er eitthvað hægt að gera til að draga úr líkunum? Kannaðu þekkingu þína - sumt gæti komið á óvart!

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: Blöðruhálskirtils­krabbamein

Kannaðu þekkingu þína á ýmsum þáttum varðandi krabbamein í blöðruhálskirtli.

Almenn fræðsla Húð Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: sortuæxli og önnur húðkrabbamein

Með því að þekkja orsakir og einkenni húðkrabbameina er hægt að bregðast fljótt við þegar lækning við sjúkdómnum er möguleg. Talið er að hægt væri að koma í veg fyrir um átta af hverjum tíu húðkrabbameinum ef allir færu eftir ráðleggingum um sólarvarnir og færu ekki í ljósabekki.

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: Brjóstakrabbamein

Kannaðu þekkingu þína á ýmsum þáttum varðandi brjóstakrabbamein.

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: Leghálskrabbamein

Kannaðu þekkingu þína á ýmsum þáttum varðandi leghálskrabbamein. 

Almenn fræðsla Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: Krabbamein í ristli og endaþarmi

Kannaðu þekkingu þína á ýmsum þáttum varðandi krabbamein í ristli og endaþarmi. 

Húð Krabbamein : Áhrif sólarinnar á húðina- myndbönd

Jenný Huld Eysteinsdóttir húðlæknir svarar þrettán spurningum um áhrif sólarinnar á húðina í þrettán stuttum myndböndum á vegum Krabbameinsfélagsins.

Munntobak_01

Almenn fræðsla Krabbamein Reykingar : Úlfur í sauðagæru

Mikið hefur verið rætt um munntóbaksnotkun og þá kannski sérstaklega á meðal ungs fólks. En hvernig er staðan? Hversu margir eru að nota munntóbak? Er það ekki margfalt saklausara en reykingar? Kannski ekki, kannski er munntóbak í raun úlfur í sauðagæru. 

Lungnakrabbamein

Krabbamein : Lungnakrabbamein

Engin tegund krabbameins veldur fleiri dauðsföllum en lungnakrabbamein.

Krabbamein : Leghálskrabbamein

Tíðni leghálskrabbameins hefur farið lækkandi undanfarna áratugi. Þetta er þakkað skipulagri skimun með leghálsstroki.

Hvitblaedi

Krabbamein : Hvítblæði

Hvítblæði (leukemia) er stjórnlaus skipting og fjölgun hvítu blóðkornanna. 

Hudkrabbamein

Krabbamein : Sortuæxli

Húðkrabbamein eru um þriðjungur allra krabbameina.

Krabbamein : Eistnakrabbamein

Eistnakrabbamein er algengasta illkynja mein í ungum karlmönnum.

Síða 1 af 2