Húðsjúkdómar Veirusjúkdómar : Vörtur

Eru vörtu lyf / krem lyfseðilsskyld? Fyrir vörtur á barni

Veirusjúkdómar : Frunsa í nefi

Ég er nokkuð viss um að eg er komin með frunsu í nefið eða þar að segja í nösina, er einhvað sem ég get gert íþvi eða fer þetta með tîmanum eða þarf ég að bera krem á þetta?

Ofnæmi : Ofnæmi

Mig langar að forvitnast hvort að fólk sé farið að versla inn lyf við frjókornaofnæmi, ég er með ofnæmi en hef aldrei farið í test né til læknis, hef alltaf tekið Lóritín strax þegar sumarið kemur, er alltaf verst í byrjun sumars. Ég er búin að halda að ég sé búin að vera svona kvefuð, eða í rúma viku, brjálað nefrennsli og augnpirringur, lekur endalaust úr augum og nefi. Er samt aðeins farin að halda að þetta sé ofnæmi en ekki kvef. Er búin að vera að taka ofnæmistöflur síðustu daga en er ekkert betri. Hver er munurinn á þessum lyfum sem hægt er að kaupa í apóteki ? Ætti ég að prófa eitthvað annað en Lóritín ?

Getnaðarvarnir : Pillan

Ég gat ekki séð svarið við spurningum annara hjá ykkur og var að velta því fyrir mér hvaða pillu tegund værir hentugust fyrir stelpur á 18 aldursári sem getnaðarvörn ? 

Geðheilsa Lyfjainntaka : Langtíma áhrif ADHD lyfja

Mig langar til þess að forvitnast hvort vitað sé um langvarandi áhrif Concerta, Ritalin etc. á heilann, og ef svo er, hver eru þau? Þá á ég við einstaklinga sem eru ekki með ADHD. 
Eru þau eins og skynörvandi/hugvíkkandi (e. psychodelic) lyf, þ.e. áhrifin geta verið að flýta fyrir undirliggjandi geðrænum sjúkdómum?

Húðsjúkdómar : Hvítir blettir á húð

Mig vantar hjálp, fyrir nokkrum mánuðum síðan byrjaði ég að fá hvíta bletti á líkamann, misstóra og er nú kominn einn ca krónustór blettur á aðra öxlina, það er eins og melatóninið sé bara að fara úr líkamanum smátt og smátt, ég er alveg miður mín yfir þessu. Ég sýndi lækni þetta og spurði afhverj ég væri með svona," þú ert með "svo kom latína og ég bað um mannamál,og þá kom hann, skoðaði þetta aðeins og sagði "Þú ert með Mihael Jackson sjúkdóminn" svo var það bara útrætt. Er einhver sem getur sagt mér hvað þetta gæti verið og hvort hægt sé að stöðva þetta? 

Augnsjúkdómar Sjón og heyrn : Augndropar

Augnlæknir benti mér á augndropana Hylo-comod. Ég er ekki að finna neitt um þá hjá ykkur. Þessa dropa á ég að nota v/þurrks í augum og hvarmabólgu. Getur þú bent mér á einhverja sambærilega augndropa sem ég get fengið hjá ykkur í Lyfju? :)

Lausasölulyf Algengir kvillar : Þrálátur hósti

Búinn að vera með þurran hósta í 3 vikur og vantar sífellt raka í hálsinn og þar af leiðandi sífellt að kyngja munnvatni því ef ég geri það ekki kemur erting og óþægindi og hefur þetta áhrif á svefninn rumska í hvert sinn er ég þarf að sækja munnvatn til að kyngja. Líður ekki meira en nokkrar mínútur er ég þarf að endurtaka allt sem sagt þurrkur, erting, kyngja munnvatni, hósta. En hóstinn er ekki sár bara svona venjulegur en kemur líka vegna kítl í hálsi.

Geðheilsa Lyfjainntaka : Kvíðastillandi lyf

Þarf að fá lyfseðil fyrir kvíðastillandi lyfjum og hvert sný ég mér til þess að fá lyfin?

Algengir kvillar : Hrotur

Eigið þið eitthvað sem gagnast við hrotum ? Ég heyrði t.d um spray sem heitir snoreeze . Er það eitthvað sem gæti virkað ?

: Kol

Hvað er íslenska heitið fyrir Activated Charcoal og er það selt á íslandi?

Getnaðarvarnir : Ótti við pilluna

Ég vil spyrja hvort það að taka pilluna sé óhætt. Er nýbyrjuð á pillunni sem heitir Mercilon og mjög hrædd við aukaverkanir. Hljómar kannski asnalega en er bara svo hrædd við pilluna. Er það ástæðulaus ótti?

Vítamín Meltingin : Hægðavandamál

Langar að forvitnast aðeins hjá ykkur. Er með vandamál í sambandi við hægðir. Yfirleitt koma bara smá kögglar og froða, loft. Svo er allt í einu eins og losni um allt og ég fæ hálgerðan niðurgang. Var að spá í að fara að taka inn multidophilus fra solary. Gerir það eitthvað? Þetta er ekki alltaf svona en oft. Er ekki með neina verki þó að ég sé með niðurgang. Er að taka inn lyf Tafil R. Quetiapine og Imovane fyrir svefn. Er að fara í flug eftir nokkra daga og smá stress út af þessu. Tók einu sinni Imodium fyrir flug.

Steinefni og snefilefni Vellíðan : Steinefnablöndur

Er til steinefnablanda í töfluformi sem inniheldur öll steinefni í réttum hlutföllum sem maður þarf ?.

Lausasölulyf Sveppasýking : Sveppalyf með barn á brjósti

Má ég nota pevaryl depot 150 mg ef ég er með barn á brjósti?

Húðvandamál : Kláði við endaþarm

Ég er búinn glíma við sviða og kláða við og inní endaþarmsopi í nokkur ár, ég er ekki með gyllinæð en hef fengið svoleiðis, er eitthvað krem eða smyrsl sem þú mælir með?

Húðsjúkdómar : Penisilín eftir bit

Þarf ég að hafa samband við lækni til að fá pensilín eftr bit ?

Húðsjúkdómar Húð : Krem í andlit

Ég er 22 ára og húðin mín er gróf í andlitinu og ég var með mikið af unglingabólum og fæ vanalega ennþá bólur af og til. Húðin er frekar blönduð feit of venjuleg. Hins vegar er ég búin að vera að fá mikið af svona undirhúðinni bólum núna sem eru ekki opnar heldur þegar ég snerti þær virka þær þrútnar. Þær koma aðallega frá eyrum og niður að höku. Getiði mælt með einhverjum húðvörum sem gætu hjálpað mér. Ég er í prófum og ímynda mér að þetta er líka tengt stressi en ég vil bara innilega finna einhverjar vörur sem geta hjálpað mér að halda þessu niðri.

Getnaðarvarnir : Pillan Qlaira

Ég er að fara að byrja á nýrri getnaðavarnapillur sem heitir Qlaira. Ég var að lesa mér til um hana og sé að tvær síðustu í spjaldinu eru bara lyfleysur. Ef ég ætla ekki að taka "pásu" og fara á blæðingar á ég þá að sleppa að taka þær og byrja á nýju spjaldi? Það stendur í lyfjabókinni að blæðingar hefjast yfirleitt þegar þessar tvær eru teknar inn. Já og annað er nauðsynlegt að taka pásu og fara á blæðingar á þessari pillu?

Vellíðan : Fótaóeirð

Góður vinur minn er mjög slæmur í fótum, getur ekki verið kjurr, betra fyrir hann að labba eða reyna að teija á, sársaukinn er langt inn í vöðva, hann reynir að nudda en segist ekki ná til að nudda þar sem verst er, erfitt að lýsa þessu. Hefur farið til læknis fyrir nokkrum árum þá fekk hann Madopar sem hjálpar aðeins. Einhver sagði honum að þetta kallaðist Stress leg fætur. Þessi vinur minn er á níræðisaldri  og er búin að gefast upp á öllum þeim kremum sem honum er sagt að kaupa. Ég heyrði af lækni sem gæti hjálpað í svona tilfelli, en fekk ekki nafn en sagt var að hann ynni í Noregi en kæmi stundum heim. það eru alltaf að koma fram meiri vitneskja um sjúkdóma svo kanski hafið þið einhver svör.

Veirusjúkdómar : Ristill

Hvað er ristill og hvernig lýsir hann sér?

Hjarta- og æðakerfið Húðsjúkdómar : Hraður hjartsláttur

Ég er á fimmtugsaldri  og um daginn mældist púlsinn hjá mér 200slög á mínutu sem er óvenju hátt og methátt hjá mér en ég þurfti að labba um til að ná mér, ég reyki og hef gert síðann 18ára, en ég er að spá gæti þetta tengst æðakölkun kannski? Ætti ég að tala við heimilislækni? 

Almenn fræðsla : Ísótóparannsókn

Ég er að fara í ísótópa-rannsókn. Ég fékk heim með mér lyf sem heitir Lugol. Hvers vegna er þetta lyf ekki að finna í Lyfjabókinni? 

Húðsjúkdómar Húð : Góð krem eftir sturtu

Ég á son sem er á táningsaldri og var með barnaexem í æsku. Þegar hann ber á sig krem eða fer i sturtu og þess háttar þá verður hann mjög rauður og flekkóttur í nokkra tíma eftir. Getið þið mælt með einhverju kremi sem hentar honum eða þarf hann að fara til húðlæknis? 

Lyfjainntaka : Útrunnin lyf

Ef lyf er útrunnið er þá verkun þess minni?

Kvensjúkdómar : Vivag eða sambærilegt

Er hægt að kaupa vivag eða sambærilegt lyf - lactobacillus í leggöng án lyfseðils ?

Lyfjainntaka : Lyf milli landa

Má hafa 2 viagra töflur með sér til Dublin?

Lyfjainntaka Veirusjúkdómar : Harvoni

Nýja lyfið Harvoni, þá svona er ég frekar forvitin af yfirbragði og þar sem ég er svona heppin að fá að tilheyra þeim sem á því þurfa þá langaði mér til að svona bara upp á forvitni að sjá hvort maður geti lesið eitthvað um þetta lyf því ég finn það ekki hérna í lyfjabókini sem gæti verið ástæða fyrir en ef þú gætir sent mér svona nokkrar línur þá gæti ég lesið eitthvað. Svo er ég endalaust þakklátur fyrir að vera loks komin í hópinn sem fær að njóta þess takk fyrir mig

Sykursýki : iHealth blóðsykurmælar

Ég var að heyra að þið væruð komin með Ihealt blóðsykursmælinn, sjá tryggingarnar um allan kostnað eða þarf ég að borga eitthvað til að fá þennan mæli og strimlanna ? Og í hvaða verslunum er hægt að fá þessa mæla ?

Síða 1 af 4