Lyf á meðgöngu : Ógleði á meðgöngu

Getið þið sagt mér hvort ég geti notað Atarax mixtúru til að bæla niður meðgönguógleði á sama hátt og ég nota Phenergan ?

Algengir kvillar : Svefnvandamál

Er hægt að kaupa melatónín hjá ykkur án þess að hafa lyfjaseðil? Ef ekki, hvar fæst það þá? Ef hvergi, er eitthvað með svipaða virkni sem er aðgengilegt?

Kynsjúkdómar : Kláði í kynfærum

Ég er með skrítin svartan blett á píkunni minni ég ættla og þori ekki að segja neinum er búin að lesa mig til um þetta og mig bæði klægjar rosalega og mig svíður líka þarf ég að fara til læknis og er slæmt að ég bíði þar til að ég verpi sjálfráða er 14 og ef ég þarf að fara til læknis hvernig panta ég?

Algengir kvillar : Bjúgur

Er bjúgur algeng og langvarandi aukaverkun af Míron Smelt? Sem þá væri ástæða til að hafa áhyggjur af?

Algengir kvillar : Svitakirtlar

Er hægt að fara í svitakirtlaeyðingu (e. sweat gland removal) á Íslandi?Hversu dýrt er það? Er vesen að fá leyfi til að fara í það? Þarf maður að vera orðinn sjálfráða?

Náttúruvörur : Hvítlaukur

Getur þú sagt mér hvort til hvítlaukur finnist í gildandi lyfjaskrám og ef svo er hvaða? Einnig langar mig að vita hvernig hvítlaukur er flokkaður þ.e er hvítlaukur náttúruefni, náttúrulyf? Jurtalyf? Eða fæðubótarefni?

Húðvandamál : Frauðvörtur

Mig langaði að vita hvort væri til eitthvað krem eða lyf hjá ykkur sem virkar gegn frauðvörtum eða hvort þurfi að leita til læknis til að losna við slíkt? Ef svo er, er þá hægt að fara á vaktina eða þarf maður að panta tíma hjá sérfræðingi?

Sjón og heyrn : Eyrnamergur

Eru til hjá ykkur einhverjir dropar til að hreinsa eyrnamerg fyrir fullorðna, ég er komin með fastan merg sem ég næ ekki sjálf að losa.

Kvensjúkdómar : Legslímuflakk

Hvaða hormónalyf eru gefin við legslímuflakki?

Lyfjainntaka : Getnaðarvarnarpillan

Ég var að byrja aftur a pillunni eftir að hafa verið í pásu í tvö ár. Læknirinn minn setti mig á Microgyn. Ég er ennþá á fyrsta spjaldi og byrjaði á fyrsta degi blæðinga og átti að hætta fyrir viku. Ég er í raun ekki lengur á blæðingum en er samt ekki alveg hætt og þannig hefur það verið í viku. Hvers vegna er það? Er það útaf því að líkaminn er enn að venjast pillunni eða því hún er ekki nógu sterk fyrir mig? 

Húðvandamál : Varaþurrkur

Hvað er best við varaþurrk í sól? Varirnar bólgna í sól. 

Lyfjainntaka : Vanvirkur skjaldkirtill

Ég er með vanvirkan skjaldkirtil og tek inn Levaxin. Ég er einnig að berjast við þunglyndi og tek inn Sertral við því. Nú las ég að það mætti ekki taka Sertral og Levaxin saman! Er þetta virkilega rétt?

Náttúruvörur : Náttúrulyf

Mig langar til að heyra um það hvort nota megi Ginko Biloba eftir hjartaaðgerð sem var gerð fyrir 4 árum, um er að ræða þrekleysi, mikið rugl á blóðþrýstingi og höfuðverki.

Þvagfærasjúkdómar : Blöðrubólga

Eigið þið lyf við nýkominni blöðrubólgu sem ekki þarf að fá lyfseðil hjá lækni?

Lyfjainntaka : Ofvirkni/Athyglisbrestur

Sonur minn var að byrja á Conserta en hann á svo erfitt með að kyngja töflum. Það stendur í fylgiseðlinum að það megi hvorki tyggja töflurnar né skera þær niður. Eyðileggur það virkni lyfsins ef taflan er skorin niður? Eru þið með einhver ráð við þessu.

Lyfjainntaka : Stinningarvandi

Er hægt að fá lyf án lyfseðils við stinningarvandræðum sem orsakast af inntöku lyfja?

Lyfjainntaka : Sýklalyf

Getur sýklalyfið Selexid dregið úr virkni pillunnar Microgyn?

Lyfjainntaka : Útrunnið lyf

Ef lyf er útrunnið er þá verkun þess minni?

Breytingaskeið : Breytingarskeið

Ég er nýorðin 44 ára og er byrjuð að fá hitaköst á næturnar.  Ég hef fengið hitaköst í nokkur ár í kringum blæðingar en mér finnst það vera að aukast upp á síðkastið.  Hvaða náttúrlegu töflur mynduð þið mæla með?

Húðsjúkdómar : Húðvandamál

Strákurinn minn 15 ára er með töluvert af bólum í andliti og hefur heyrt að Decutan sé áhrifaríkt á bólur. Er lyfið eitthvað hættulegt eða miklar aukaverkanir sem þarf að hafa áhyggjur af? Eru einhver önnur sem kæmu til greina? Eða eitthvað annað sem þið getið ráðlagt mér?

Lyfjainntaka : Skert langtíma sykurþol

Ég er pínu óörugg með lyf sem ég var að fá og byrja að taka. Ég fékk þær niðurstöður úr sykurþolsprófi að ég væri með skert langtíma sykurþol. Læknirinn ráðlagði að ég færi á Metformin, 1 tafla morguns og kvölds fyrstu 2 vikurnar og svo 2 í hvort skipti og taka stöðuna í lok sumars. Hann talaði um breytt mataræði, minnka skammta og auka hreyfingu.
Það sem ég velti fyrir mér er hvort ég geti einhvers staðar séð nánar eða lesið hvað breytt mataræði felur í sér? Á ég að forðast alveg sykur og sætar vörur, minnka magnið, fara í diet vörur eða hvað? Sé að það er talað um að forðast áfengi. Er þá verið að meina að algerlega sleppa því eða er í lagi að fá sér einn lítinn öl af og til án þess að drekka sig undir borðið ;)  Er að fara af stað í hreyfingu og eðlilegu lífi eftir 3ja mánaða veikindi. Hélt ég fyndi eitthvað á netinu en finn lítið um þetta, meira um sykursýki 1 og 2 og veit ekki hvar ég passa inn. Læknirinn gaf í skyn að ég þyrfti kannski ekki endilega þessar töflur en þær myndu hjálpa til að hlutirnir kæmust fyrr í samt lag. Mig langar að skilja örlítið betur hvernig þetta lyf virkar best og hvað, ef eitthvað, ég á að varast við inntöku þess. Verð alveg ringluð af að lesa fylgiseðilinn með lyfinu. Upplýsingarnar á Lyfjabókinni  eru hnitmiðaðri en samt átta ég mig ekki alveg á þessu með breytta mataræðið og hvað nákvæmlega felst í því?

Steinefni og snefilefni : Magnesíum

Mig langar að vita hvort magnesium valdi niðurgangi?

Lausasölulyf : Kvef

Eftir 10 daga notkun á Otrivin, getur maður skipt yfir í Nezeril þ.s. það á ekki að vera sama lyfið?

Steinefni og snefilefni : Magnesium+calcium

Ég er með Magnesium+Calcium sem ég fékk í Danmörku. Er hægt að fá eitthvað svipað hér heima ?

Lyfjainntaka : Magavandamál

Eru til önnur lyf en Nexium með svipaðri virkni? Sonur minn er mjög slæmur í maga, ég var bara að spá, því ég heyrði af einhverju öðru lyfi sem ætti að vera svo gott?

Lyfjainntaka : Nýrnasteinar

Lyfið Aclan (urocid) er tekið við nýrnasteinum, hvernig virkar það ? Á að taka það inn með mat ? Eru einhverjar aukaverkanir?

Getnaðarvarnir : Getnaðarvarnarpillan

Ég er að taka Yaz-getnaðarvarnarpilluna og var að velta því fyrir mér hvort ég get byrjað strax á næsta spjaldi. Ég tek semsagt 24 bleikar og svo 4 sem er ekkert í. Langar að geta frestað blæðingum í viku. Er hægt að byrja strax á næsta spjaldi? 
Var að velta því líka fyrir mér hvort það sé eðlilegt að vera á miklum blæðingum og alveg í 7-10 daga?

Lyfjainntaka : Sveppasýkingarlyf

Má karlmaður nota sveppasýkingarlyfið Candizol ef að Pevaryl kremið virðist ekki vera að virka eftir nokkurra (5) daga notkun?
Eru ekki til nein sveppasýkingarlyf fyrir karla önnur en einhver útvortis krem? Því sveppasýking hjá körlum getur leitt upp í þvagrásina og kremið nær augljóslega ekki þangað!

Lyfjainntaka : Lyf

Ég var að taka Lamictal (200 mg) og Wellbutrin (300 mg) og hætti svo að taka þau fyrir um rúmum mánuði síðan. Má ég byrja að taka þau aftur í sama styrkleika eða þarf að byggja þau upp aftur?

Síða 1 af 2