Bakflæði

Algengir kvillar Lyfjainntaka Meltingarfærasjúkdómar Meltingin

Hvaða lyf er best vid bakflæði?

Erfitt er að svara til um hvaða lyf sé best, einstaklingar eru jafn mismunandi og þeir eru margir og því erfitt að alhæfa. 

Ef bakflæðið kemur sjaldan og óvænt myndi ég mæla með að þú tækir svokallaða Antacids, en það eru lyf einsog Rennie og Gaviscon. Þau verka mjög hratt og hlutleysa þá magasýru sem er til staðar í maganum. Eru ekki notuð fyrirbyggjandi, og ef brjóstsviðinn kemur upp oft á dag myndi ég ekki telja þetta heppilegt val.

Eingöngu 1 H2 blokkari er til á Íslandi og heitir hann Asýran. Það minnkar sýruna sem er  í maganum. Áhrifin eru allt að 30 mín að koma fram og lyfið verkar í allt að 12 klst. Þetta lyf eru meira notað fyrirbyggjandi vegna þess að þau taka lengri tíma að verka, sem og að þau verka í lengri tíma. 

Svokallaðir PPI eru kröftugustu lyfin á markaðnum, verka á svipaðan hátt og H2 blokkarar og taka svipaðan tíma að verka. Þetta eru lyf einsog Omeprazole, Esomeprazole og fleiri. Verkunartími er þó allt að 24 klst. Þessi lyf eru meira notuð fyrirbyggjandi vegna þess að þau taka lengri tíma að verka, sem og að þau verka í lengri tíma.