Góð krem eftir sturtu

Húð Húðsjúkdómar

Ég á son sem er á táningsaldri og var með barnaexem í æsku. Þegar hann ber á sig krem eða fer i sturtu og þess háttar þá verður hann mjög rauður og flekkóttur í nokkra tíma eftir. Getið þið mælt með einhverju kremi sem hentar honum eða þarf hann að fara til húðlæknis? 

Til er nokkur fjöldi krema sem er ætlað exemsjúklingum. Hvaða krem hentar hverjum er mismunandi. 

Mildison Lipid er vægt sterakrem sem getur oft dregið úr einkennum exems. Kerecis er með krem sem er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð sem á það til að verða rauð og klæja og exem. Einnig er til krem frá Salcura sem er sérstaklega hannað fyrir exem og hefur reynst mörgum vel. Einhver fleiri krem eru til, þetta eru þau sem ég man eftir í augnablikinu.

Ég myndi endilega mæla með að þú myndir gera þér ferð niður í Lyfju Lágmúla eða Smáratorgi og fáir ráðgjöf.

Húðlæknir getur líka bent þér á einhvern krem, lyfseðilsskyld eða ekki, sem myndu hugsanlega henta betur. Bið eftir lausum tíma hjá húðlækni er þó mislangur og því um að gera að prufa sig áfram á meðan.