Hægðavandamál

Meltingin Vítamín

Langar að forvitnast aðeins hjá ykkur. Er með vandamál í sambandi við hægðir. Yfirleitt koma bara smá kögglar og froða, loft. Svo er allt í einu eins og losni um allt og ég fæ hálgerðan niðurgang. Var að spá í að fara að taka inn multidophilus fra Solary. Gerir það eitthvað? Þetta er ekki alltaf svona en oft. Er ekki með neina verki þó að ég sé með niðurgang. Er að taka inn lyf Tafil R. Quetiapine og Imovane fyrir svefn. Er að fara í flug eftir nokkra daga og smá stress út af þessu. Tók einu sinni Imodium fyrir flug.

Multidophilus, sem er hluti af svokölluðum probiotics, getur hjálpað til við margs konar meltingarfærakvillum, þar á meðal niðurgangi. Því er um að gera að prófa að taka 1 kúr af probiotics og sjá hvort þeir geti hjálpað þér eitthvað. Ég myndi frekar mæla með Multidophilus, sem þú nefnir, heldur en eingöngu acidophilus. Sá fyrrnefndi er breiðvirkari. 

Ef hægðirnar eru oft köglóttar og mikið loft getur það verið merki um að þú borðir ekki nógu reglulega. Því getur verið gott að bæta við trefjum. Dæmi um trefjar sem eru seldar í Lyfju eru Lepicol og Husk. Þær auka við magnið sem er í þörmunum, gerir hægðirnar reglubundnari og minnkar vindgang. Mikilvægt er að drekka nóg af vatni þegar þær eru teknar inn, þ.e. bæta við 0,5-1L m.v. venjulega vatnsdrykkju.

Ofast er betra að taka hvort tveggja saman ,hvort sem er í styttri eða lengri tíma.