Hraður hjartsláttur

Hjarta– og æðakerfið Húðsjúkdómar

Ég er á fimmtugsaldri  og um daginn mældist púlsinn hjá mér 200slög á mínutu sem er óvenju hátt og methátt hjá mér en ég þurfti að labba um til að ná mér, ég reyki og hef gert síðann 18ára, en ég er að spá gæti þetta tengst æðakölkun kannski? Ætti ég að tala við heimilislækni? 

Venjan er sú að því eldra sem fólk verður, því hægar getur hjartað slegið. Talið er að hámarkspúls 45 ára einstaklinga sé í kringum 175 slög á mínútu. Þín 200 slög eru því langt yfir því sem eðlilegt getur talist.

Áhættuþættir fyrir hraðtakti eru ýmsir og eru reykingar einn af þeim. 

Ég mæli með að þú pantir þér tíma hjá lækni sem fyrst og ræðir þessi mál við hann.