Kláði í kynfærum

Kynsjúkdómar

Ég er með skrítin svartan blett á píkunni minni ég ættla og þori ekki að segja neinum er búin að lesa mig til um þetta og mig bæði klægjar rosalega og mig svíður líka þarf ég að fara til læknis og er slæmt að ég bíði þar til að ég verpi sjálfráða er 14 og ef ég þarf að fara til læknis hvernig panta ég?

Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá lækni á næstu heilsugæslustöð eða fara á læknavaktina þar sem ekki þarf að panta tíma fyrirfram (hún er á Smáratorgi ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu). Þú þarft ekki að vera lögráða til þess að panta þér tíma hjá lækni eða hitta lækni á læknavaktinni. Þú bæði getur og mátt fara ein. Ég mæli samt með því að þú hafir foreldri, forráðamann eða einhvern fullorðinn sem þú treystir með þér til halds og trausts. Læknavaktin á Smáratorgi  býður líka upp á símaráðgjöf í síma 1770 .