Kvíði

Geðheilsa Náttúrulyf

Hvaða róandi og kvíðastillandi náttúrulyf eru til sem geta að einhverju leiti komið í stað bensó lyfja. 

Gróflega er hægt að skipta kvíða upp í 2 flokka, annars vegar langtíma og/eða endurteknar kvíðaraskanir og hins vegar fyrirsjáanlegar kvíðaraskanir sem tengdar eru sérstökum atburðum eða vara í styttri tíma. 

Fjölmargir framleiðendur fæðubótarefna fullyrða verkunarmáta þeirra vara án þess að nokkrar rannsóknir hafi staðfest verkun þeirra. Vandaðar rannsóknir á virkni náttúrulyfja á kvíða eru fáar, og enn færri sýna fram á að um raunverulega virkni sé um að ræða. 

Ég fann eingöngu 1 efni þar sem sterkar vísbendingar eru um virkni en það er efnið Kava. Kava er óffáanlegt í ríkjum ESB vegna hugsanlegra lifrarskemmda. 

Önnur efni sem hafa hugsanleg áhrif eru; St. Johns Wart (ekki selt á Íslandi), Inositol (ekki selt að mér vitandi) og 5-hydroxytryptophan, Passionflower, Valerian og Lemon Balm. Einnig Gingko sem virðist helst gagnast þeim sem þjást af kvíðaröskunum í flokki 1. 

 Athugið að ég ákvað að þýða ekki efnin til að koma í veg fyrir misskilning. 

Önnur fæðubótarefni sem eru stundum seld í þessum tilgangi eru HCF (Happy, Calm, Focused) Arctic Root, B-vítamín (B-stress) og amínósýrurnar l-lysine og l-arginine (sérstaklega ef um skort á þeim er að ræða.