Lausasölulyf Lyfjainntaka : Hóstamixtúrur - Alkóhól

Er með þvílíkan hósta og ætlaði að fá mér Tussól hóstamixtúru en las þá að það væri alkóhól i því. Þar sem að ég er alki er mér allveg óhætt að taka það inn? Og ef ekki er þá til eitthvað annað lyf sem hægt er að nota við þessum blessaða hósta mínum?

Veirusjúkdómar : Ristill

Ég hef greinst með ristil og nú eru komin ljót útbrot á bakið með miklum kláða og sársauka.

Er eitthvað sem ég get gert til að minnka sársauka og kláða.

Þvagfærasjúkdómar : Risvandamál

Mér líður ekki vel með að hafa þetta vandamál, en ég hef átt vandræði með standpínur við samfarir. Stundum missi ég standpínuna niður og hún fer aldrei í 100%. Hvað á ég að gera?

Almenn fræðsla : Seyði

Ég hef um langan tima gert seyði úr engifer, sítrónu og chili pipar. Sýð þetta saman og hef þetta vel sterkt. Finnst í raun og veru þetta gera mér mjög gott gagnvart kvefi, bólgum og vera einnig vatnslosandi.

Byrjaði fyrir nokkru að drekka eitt stórt glas á fastandi maga og finnst það örfa meltinguna. 

Þá kemur spurningin. Er eitthvað sem mælir á móti þessu og er eitthvað sem vitað er um gagnvart magni sem gott er að neyta á dag? 

Kynsjúkdómar : Podophyllotoxin

Þarf lyfeðil til þess að geta fengið podophyllotoxin krem í apótekum? 

Algengir kvillar Sveppasýking Sýkingar í munni : Þruska í munni

Er til eitthvert lausasölulyf við þrusku í munni (á fullorðnum)?

Húðsjúkdómar : Ovixan

Ég fékk hjá ykkur húðlausn í hársvörð sem heitir Ovixan. Ég átta mig ekki á hvernig ég nota það, á ég að setja það í hársvörðin og bíða í ákveðinn tíma, ef svo hvað lengi? 

Geðheilsa Lyfjainntaka : Aniracetam

Hvað gerir aniracetam? og er er það löglegt á íslandi?. Ef svo er hvar er hægt að panta það?

Algengir kvillar Ferðir og ferðalög : Sólbruni

Hvaða krem er best að nota á blöðrur sem hafa myndast við sólbruna?

Lyfjainntaka Vefjagigt : Pregabalin

Pregalin á að vera taugalyf notað við vefjagigt en ég finn það ekki í Lyfjabókinni. 

Húðsjúkdómar : Psoriasis í hársverði

Kærastinn minn er með psoriasis í hársverðinum. Má hann nota lyf sem heitir Dermatín (hársápa)?

Getnaðarvarnir : Pillan, ráðleggingar

Ég hef verið a mercilon frá því eg var unglingur. Ég beit það í mig í byrjun nóv að hætta á henni eða taka allavega pásu. Núna er eg að gefast upp og vill byrja á henni aftur...ég er á þriðja degi blæðinga...má ég taka hana inn bara strax á morgun eða hvað? Ætla að fara kaupa hana a morgun og væri gott að fá ráðleggingar um hvernig eigi að byrja a henni aftur..

Hjarta– og æðakerfið Lyfjainntaka : Munur á blóðþrýstingslyfjum

Mig langar að vita mun á Valpress og lopress. Hvort lyfirð er með minn af aukaverkunum ? Einning spurning með Atacor. er nauðsyn að taka Q10 með atacor? 

Algengir kvillar Náttúruvörur Næring : Vítamín við svefnvandamálum

Eu ekki einhver vítamín sem svipar til Melatonins fyrir utan Magnesíum sem hjálpar fólki að sofna sem á erfitt með svefn ?

Finnst alveg eins og ég hafi lesið um það að það væri til hjá ykkur, eitthvað með Melatonin í.

Algengir kvillar Steinefni og snefilefni : Sinadráttur á næturnar

Er að berjast við sinadrátt sem ég fæ oft á næturnar í kálfa er eitthvað sem virkar vel til að losna við þetta

Hjarta– og æðakerfið Lyfjainntaka : K2 vítamín

Er ráðlegt fyrir mann með æðakölkun sem tekur inn hjartamagnil sem selt er í apótekinu án lyfseðils að taka inn K 2 vítamín ?

Lyfjainntaka : Fosrenol

Hvers konar lyf er Fosrenol? Við hverju er það gefið? Á að taka það með mat? Á að tyggja það og hvernig þekkir maður það þá frá öðrum lyfjum í lyfjaskömmtunarrúllunni?

: Lyfjaskápar

Hvar fæ ég læstan lyfjaskáp ? 

Almenn fræðsla : Skila lyfjum

Mig langaði til að ath. hvort að ég geti skilað hormónalyfjum sem ég keypti hjá Lyfju, það heitir pergotime, það kom svo bara í ljós að ég þarf ekki á þeim að halda.

Kvensjúkdómar Lyfjainntaka : Pillan

Ég var að byrja á pillunni fyrir sirka mánuði og ég byrjaði í pillupásu í fyrsta skipti fyrir 2 dögum og er ekki byrjuð á blæðingum er það eðlilegt eða er ég ófrísk?

Algengir kvillar Húð Húðsjúkdómar : Sár hjá munni

Ég er með stórt þurrt sá hjá munni báðum meginn og ég var að pæla hvort þið ættuð varagaldur og hvort það myndi virka? Eða er einhvað annað krem sem gæti grætt þetta sem fyrst? 

Húðsjúkdómar Lyfjainntaka : Propecia

Þarf maður að fá læknisvottorð og uppáskrifað fyrir skallalyfinu propecia eða er hægt að kaupa það úti í næstu Lyfja verslun?

Ferðir og ferðalög : Moskítóvörn

Ég er að fara til Víetnam og Australiu miðjan desember og mig langaði að forvitnast um hvort til væri eitthvað, lyf eða áburður til að forðast moskítóbit ?

Lyfjainntaka Meltingarfærasjúkdómar : Concerta og hægðir

Ég er með mjög skrýtnar hægðir og er að reyna að finna ut hvort það getir verið utaf lyfjunum sem eg tek concerta? Eg er buin að vera svona i nokkrar vikur og er að hugsa hvort eg eigi að hætta að taka lyfið og sjá hvort þetta lagist 

Almenn fræðsla Lyfjainntaka : Verkunartími lyfja

Hvað er sertral tafla virk í langan tíma eftir að ég hef tekið hana inn?, t.d concerta er virk í 10 tíma

Almenn fræðsla : L-Tyrosine

L-Tyrosine. Hvað gerir það ? Er það leyft á Íslandi.

Lyfjagjöf til barna : Melatónin og börn

Hafið þið heyrt að melatónin hafi jákvæð árhrif á börn með athyglisbrest?

Vefjagigt : Herbalife & gigt

Ég er med gigt og rauða úlfa og vanvirkan skjaldkirtill, langar ad vita hvort herbalife getur haft áhruff a eitthvað af þessu

Síða 2 af 4