Áblástur

Veirusjúkdómar

Ég er með primary herpes í hálsi og er tannholdið svakalega bólgið og mjög erfitt er að borða. Er eitthvað lyf sem getur bjargað þessu án lyfseðils? Hef heyrt af deyfikremi í tannholdið eða spreyi sem deyfir.

Ég bendi þér á að reyna Aftamed sem er við sárum og óþægindum í munni.

Það er hægt að kaupa Xylocain smyrsli í lausasölu, það inniheldur lidocaine sem er staðdeyfilyf. Samkvæmt ábendingu er það þó aðeins ætlað til notkunar í munn af læknum eða tannlæknum. Í fylgigögnum með lyfinu er einnig tekið sérstaklega fram að ekki megi neyta matar í 2 klukkustundir eftir notkun í munn eða kok.

„Ef þú notar Xylocain smyrsli í munn eða kok, verður þú dofin/dofinn þar. Þess vegna máttu ekki borða í tvær klukkustundir eftir notkun Xylocain í munni eða koki, því hætta er á að þér svelgist á matnum. Þegar tunga eða slímhúð í munni er dofin er hætta á að þú bítir þig.“

Einnig mætti prófa annaðhvort paracetamól eða íbúfen og sjá hvort það slái á bólgurnar og óþægindin meðan þau eru hvað verst.