Fíkniefnapróf

Lyfjainntaka

Getur lyfið Sertral haft áhrif á niðurstöður fíkniefnaprófs?

Þær upplýsingar sem ég finn benda til að Sertral geti gefið falskt jákvætt svar sem benzódíazepín en það er flokkur ýmis konar róandi lyfja. Fíkniefnapróf einblína yfirleitt á ólögleg fíkniefni en benzódíazepín lyfin eru ekki þar á meðal og er því til dæmis ekki verið að leita að þessum efnum í fíkniefnaprófi sem Lyfja selur.

Hinsvegar fann ég eftir leit á netinu að á Íslandi fást próf sem greina benzódíazepín svo þau próf gæfu þá hugsanlega falskt jákvætt svar ef sá sem prófaður er hefur verið á Sertral.