Lyf

Lyfjainntaka

Ég var að taka Lamictal (200 mg) og Wellbutrin (300 mg) og hætti svo að taka þau fyrir um rúmum mánuði síðan. Má ég byrja að taka þau aftur í sama styrkleika eða þarf að byggja þau upp aftur?

Þú þarft að byrja aftur á að byggja upp skammtinn. Í lyfjatexta með Lamictal er talað um að séu liðnir meira en 5 helmingunartímar lyfsins sem eru um 7 dagar frá síðasta skammti þurfi skammtaaðlögun að viðhaldsskammti. Of háir upphafsskammtar og hraðari hækkun skammta en ráðlagt er getur valdið alvarlegum aukaverkunum.

Leiðbeiningar fyrir Wellbutrin eru ekki alveg jafn ljósar. Almennt er þó talað um að 150mg sé upphafsskammtur sem síðan megi hækka ef þörf krefur í 300mg að fjórum vikum liðnum.  Ef lyfið hefur ekki verið tekið í mánuð má í raun segja að það sé verið að byrja uppá nýtt.

Ef þú átt ekki fyrri skammtaaðlögun legg ég til að þú ráðfærir þig við þinn lækni varðandi upphafsskammtastærð sem og framhaldið.