Lyf á fastandi maga

Lyfjainntaka

Þegar sagt er að ekki megi taka lyf á fastandi maga, hvað dugar þá til að megi taka lyfið? Mjólkurglas eða matskeið af lýsi eða eitthvað meira? 2 msk haframjöl með hálfum bolla af mjólk?

Þessari spurningu er erfitt að svara nákvæmlega. Ég mundi telja að létt máltíð ætti að duga, hvort sem það er brauðsneið, skál af hafragraut eða hvað annað. Nú veit ég ekki um hvaða lyf þú ert að hugsa en það að maginn sé ekki tómur getur til dæmis hjálpað til við að auka frásog tiltekinna lyfja eða haft þann tilgang að verja magann fyrir óæskilegum áhrifum lyfsins.