Getnaðarvarnarpillan

Getnaðarvarnir

Hæ, ég ætla að fara byrja á pillunni. Hvaða pillu er best að byrja á? Og tekur maður inn fyrstu pilluna sama dag og maður byrjar á túr og svo í 21 dag samfleytt eftir það? Og er þá pása í 7 daga og er maður þá á túr aftur?

Ég hef ekki skoðun á því hvaða pilla er best, þær eru allar lyfseðilsskyldar svo þú gætir athugað hvað læknirinn sem skrifar fyrir þig lyfseðil segir varðandi það.

Varðandi töku pillunnar á að hefja inntöku á fyrsta degi tíðahrings (fyrsta degi blæðinga). Það er örlítið misjafnt eftir tegundum hversu lengi töflurnar eru teknar, gjarnan eru þetta 21 dagur og svo tekið 7 daga hlé. Í hléinu hefjast blæðingar, jafnaði á 2-3 degi eftir að síðasta tafla var tekin og geta staðið enn yfir þegar byrjað er á næsta spjaldi.

Þetta fyrirkomulag er algengast þ.e. 21 dagur og 7 daga hlé en einnig er til dæmis hægt að fá getnaðarvarnarpillur þar sem spjaldið inniheldur 28 töflur, þá er tekin 1 tafla á dag alla daga en síðustu 7 töflurnar innihalda engin virk efni.