Húðvandamál

Lyfjainntaka

Má heimilislæknir skrifa upp á lyf við bólum (sýklalyf, A-vítamín skyld eða önnur)? Ástæðan fyrir því að ég spyr er að það er margra mánaða bið í húðlækni.

Heimilislæknir má í raun skrifa upp á flest öll þessi lyf sem notuð eru við bólum. Mér sýnist að það eina sem bundið er ávísun sérfræðilæknis sé A-vítamín afleiðan Ísótretínóín (Decutan). Það fer svo líklega eftir vilja læknisins hvort hann skrifar út þessi lyf, hvort um sé að ræða endurnýjun lyfseðla eða upphaf meðferðar sem gjarnan er nú stýrt af sérfræðilækni í húðsjúkdómum.