Meðganga

Lyfjainntaka

Mig langar að verða ólétt en ég er á lyfinu Venlafaxin. Nú segir kvensjúkdómalæknirinn minn að það sé í lagi að ég taki Venlafaxinið á meðgöngu en svo er ég að lesa að það sé ekki sniðugt og heldur ekki að vera með barn á brjósti. Er það raunin? Ég myndi helst vilja vera með barnið á brjósti. Og ef það er slæmt er þá það eina í stöðunni að hætta á Venlafaxininu?

Þegar ekki er hægt að útiloka óæskileg áhrif á fóstur er það alltaf spurningin hvort ávinningur móður vegi þyngra en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið. Það þarf í raun að meta í hvert skipti fyrir sig af lækni og sjúklingi. Ég legg til að þú ráðfærir þig einnig við lækninn sem skrifar út Venlafaxin fyrir þig.