Sveppasýking á meðgöngu

Lyf á meðgöngu Sveppasýking

Ég er ólétt og gengin 22 vikur og er með sveppasýkingu, það er buið að mæla með að ég noti canesten og pevaryl frá sitthvorum lækni og langar mér að forvitnast hver munurinn sé a þessu tvennu? Hvort eg eigi semsagt frekar að nota.

Canesten, sem inniheldur Clotrimazole, og Pevaryl, sem inniheldur Econazole, eru keimlíf lyf. Þau tilheyra sömu "fjölskyldu" sveppalyfja, imidazole. Þetta þýðir að lyfin verka á sama hátt. 

Þessi 2 lyf verka jafn vel á sveppasýkingar [á kynfærasvæði] og því skiptir í raun ekki máli hvort lyfið er notað.