Húðsjúkdómar : Ovixan

Ég fékk hjá ykkur húðlausn í hársvörð sem heitir Ovixan. Ég átta mig ekki á hvernig ég nota það, á ég að setja það í hársvörðin og bíða í ákveðinn tíma, ef svo hvað lengi? 

Húðsjúkdómar : Psoriasis í hársverði

Kærastinn minn er með psoriasis í hársverðinum. Má hann nota lyf sem heitir Dermatín (hársápa)?

Algengir kvillar Húð Húðsjúkdómar : Sár hjá munni

Ég er með stórt þurrt sá hjá munni báðum meginn og ég var að pæla hvort þið ættuð varagaldur og hvort það myndi virka? Eða er einhvað annað krem sem gæti grætt þetta sem fyrst? 

Húðsjúkdómar Lyfjainntaka : Propecia

Þarf maður að fá læknisvottorð og uppáskrifað fyrir skallalyfinu propecia eða er hægt að kaupa það úti í næstu Lyfja verslun?

Húðsjúkdómar Lyfjainntaka : Decutan

Er búinn að vera á Decutan húðlyfi síðustu 2 mánuði og á enn 4 mánuði eftir. Bakið er orðið alveg slétt og allt farið þar en andlitið hefur ekki mikið breyst. Er það eðlilegt?

Vildi einnig spyrja hvort öruggt væri að taka kreatín á meðan meðferð stendur. (Hef ekki verið að því hingað til)

Hár Húðsjúkdómar : Psoriasis í hársverði

Hvað er best fyrir sóríasis í hársvörði?

Húðsjúkdómar : Hvítir blettir á húð

Mig vantar hjálp, fyrir nokkrum mánuðum síðan byrjaði ég að fá hvíta bletti á líkamann, misstóra og er nú kominn einn ca krónustór blettur á aðra öxlina, það er eins og melatóninið sé bara að fara úr líkamanum smátt og smátt, ég er alveg miður mín yfir þessu. Ég sýndi lækni þetta og spurði afhverj ég væri með svona," þú ert með "svo kom latína og ég bað um mannamál,og þá kom hann, skoðaði þetta aðeins og sagði "Þú ert með Mihael Jackson sjúkdóminn" svo var það bara útrætt. Er einhver sem getur sagt mér hvað þetta gæti verið og hvort hægt sé að stöðva þetta? 

Húðsjúkdómar : Penisilín eftir bit

Þarf ég að hafa samband við lækni til að fá pensilín eftr bit ?