Almenn fræðsla : Covid-19 veiran - helstu upplýsingar

Ertu með spurningar um Covid-19 veiruna? Á Heilsuvera.is er að finna helstu upplýsingar um Covid-19 veiruna, einkenni,  greiningu, smitleiðir og forvarnir. Smelltu hér að ofan til að fá ítarlegar upplýsingar um Covid-19 veiruna og hvað þú getur gert til að koma í veg fyrir útbreiðslu hennar.

Almenn fræðsla Kynsjúkdómar : Útrunnin lyf

Er í lagi að nota Condyline dropa sem stendur utg. dat. 06 2018? Fékk þá fyrir kannski hálfu ári. 

Almenn fræðsla Hjarta– og æðakerfið : Blóðfitumæling

Er hægt að láta mæla blóðfitu í apótekum? Eru lyf við blóðfitu lyfseðilsskyld?

Almenn fræðsla : Seyði

Ég hef um langan tima gert seyði úr engifer, sítrónu og chili pipar. Sýð þetta saman og hef þetta vel sterkt. Finnst í raun og veru þetta gera mér mjög gott gagnvart kvefi, bólgum og vera einnig vatnslosandi.

Byrjaði fyrir nokkru að drekka eitt stórt glas á fastandi maga og finnst það örfa meltinguna. 

Þá kemur spurningin. Er eitthvað sem mælir á móti þessu og er eitthvað sem vitað er um gagnvart magni sem gott er að neyta á dag? 

Almenn fræðsla : Skila lyfjum

Mig langaði til að ath. hvort að ég geti skilað hormónalyfjum sem ég keypti hjá Lyfju, það heitir pergotime, það kom svo bara í ljós að ég þarf ekki á þeim að halda.

Almenn fræðsla Lyfjainntaka : Verkunartími lyfja

Hvað er sertral tafla virk í langan tíma eftir að ég hef tekið hana inn?, t.d concerta er virk í 10 tíma

Almenn fræðsla : L-Tyrosine

L-Tyrosine. Hvað gerir það ? Er það leyft á Íslandi.

Almenn fræðsla : Kaup á lyfjum fyrir fyrirtæki

Mig vantar að kaupa verkjalyf fyrir fyrirtæki. Hvernig er það þarf ég eitthvað uppáskrifað blað til að geta keypt 2xparatabs og 2x íbúfen? Og ef svo er gætiru sagt mér hvað þarf að standa á því?

Almenn fræðsla : Parkinsons

Hvernig byrjar parkinson sjúkdómurinn

Almenn fræðsla Breytingaskeið Næring : Lítill áhugi á kynlífi

Langar að vita hvort það sèu til töflur eða vökvi sem èg get tekið inn til að auka áhuga á kynlífi hjá mèr. Hef aldrei frumkvæði við manninn minn er farinn að hafa áhuggjur af þessu. Er eitthvað til sem èg þarf ekki lyfseðil við.

Almenn fræðsla Sykursýki : Blóðsykursmæling

Get ég látið mæla hjá mér blóðsykurinn hjá ykkur þ.e. að fá úr því skorið hvort ég sé með sykursýki 2?

Algengir kvillar Almenn fræðsla Næring : Andfýla

Getur andfýla tengst slími sem lekur á bakvið nefið og ofan í háls? Með hverju er það læknað? 

Almenn fræðsla : Fíkniefnapróf

Þegar notað er fíkniefnapróf getur verið að kannabisefni mælis í prófinu þótt langt sé síðan (nokkrar vikur)síðasta neysla átti sér stað.

Almenn fræðsla : Kol

Hvað er íslenska heitið fyrir Activated Charcoal og er það selt á íslandi?

Algengir kvillar Almenn fræðsla : Munnþurrkur

Er hægt að fá töflur við munnþurki sem heita isla med hydro+

Ég gat keypt svoleiðis í handkaupi í apóteki í þyskalandi en hef ekki fundið hér . Mér þætti vænt um að fá upplýsingar hvort og þá hvar þetta fengist hér á landi.

Almenn fræðsla Sykursýki : Blóðsykurgildi

Ég er með sykursýki 2 og nú orðið hefur mér tekist að stjórna málum nokkuð vel með lyfjum og sprautum. Hæsta mæling hjá mér áður fyrr var 24,00, en upp á síðkastið hefur mælingin verið mun skaplegri.

Í samræðum við fólk hafa verið nefndar ótrúlega háar sykurmælingar, reyndar svo háar að ég hef ekki trúað þeim mælingum sem nefndar hafa verið.

Getið þið upplýst mig um hver sé hæsta mæling blóðsykurs á Íslandi og hvað myndi teljast lífshættulegt sykurgildi?