Þrálát flasa

Hár Húðsjúkdómar

Ég er búin að nota Dermatín í nokkur ár með hléum við flösu. Flasan kemur alltaf upp aftur og mig langar að vita hvort til sé varanleg lausn. Getur verið að ég þurfi að fara á sveppalyf? Skipti reglulega um koddaver, þríf hárburstann og nota engar hárvörur nema sjampó og hárnæringu.

Þrálát vandamál í hársverði geta verið vegna sveppasýkingar, exems eða psoriasis svo dæmi séu nefnd. Það getur líka verið að þú sért með ofnæmi/óþol fyrir einhverju sem kemur fram sem aukin flösumyndun. Stress, álag og kuldi geta einnig haft áhrif. Ég mæli með því að þú látir lækni skoða þetta svo hægt sé að greina vandamálið og meðhöndla rétt út frá því.