Diprospan

Barksterar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Betametasón

Markaðsleyfishafi: N. V. Organon | Skráð: 15. september, 1986

Diprospan inniheldur virka efnið betametasón. Betametasón er svokallaður barksteri og er notaður við bólgusjúkdómum og ofnæmiseinkennum. Það bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið og hefur almennt sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Meðferð með Diprospan er gefin við ýmsum sjúkdómum, sem nýrnahettubarkarhormón verka á, t.d. ákveðnum húðsjúkdómum, ýmsum gerðum gigtsjúkdóma, bólgum í einum eða fleiri liðum, bólgu í sinaslíðrum og umhverfis þau og bráðum astmaköstum. Lyfið er einnig notað við skorti þegar líkaminn framleiðir ekki nægilega mikið af sykursterum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva eða liði.

Venjulegar skammtastærðir:
Misjafnar eftir sjúkdómum og sjúkdómsástandi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir notkun og ástandi sjúklings.

Verkunartími:
Stungulyf í lið: Allt að 4 vikur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Stungulyfið er alltaf gefið af lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Stungulyfið er alltaf gefið af lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Stórir skammtar í langan tíma geta leitt almennra aukaverkana. Hafðu samband við lækni ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni.

Langtímanotkun:
Meiri hætta er á að aukaverkanir lyfsins komi fram.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru yfirleitt háðar skammtastærð og tímalengd meðferðar. Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fyrir við langvarandi notkun.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun          
Beinþynning          
Bjúgur, hækkaður blóðþrýstingur          
Húðþynning          
Höfuðverkur, svefnleysi          
Óskýr sjón          
Skapsveiflur          
Sýkingar        
Truflanir á tíðablæðingum          
Ofsakláði          
Alvarlegar sýkingar verða minna áberandi          
Vöðvamassi minnkar          
Sykursýki kemur í ljós eða versnar (tíð þvaglát, þorsti, þreyta)          
Vaxtarskerðing hjá börnum          
Vaxtarskerðing hjá fóstrum          
Þroti í tungu, vörum og andliti (ofsabjúgur). HRINGDU Í 112.        
Hækkaður þrýstingur í höfði með miklum höfuðverk, krömpum, meðvitundarleysi og svima venjulega eftir meðferð. Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku samstundis. Hringið jafnvel í 112.        
Höfuðverkur, ógleði, sjónskerðing og regnbogasjón vegna hækkaðs augnþrýstings (gláka).        
Of lágt kalíum í blóði (máttleysi og minnkaður kraftur í vöðvum, hjartsláttartruflanir)        
Andlit verður eins og tungl í fyllingu, breyting á fitudreifingu á líkamanum (Cushings-lík einkenni)          

Milliverkanir

Bólusetningar og ónæmisaðgerðir ætti að forðast samhliða meðferð á barksterum. Barksterar geta valdið blóðsykurshækkun og getur því þurft að leiðrétta skammta sykursýkilyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • hvort þú sért með gláku
  • þú sért með blæðingartilhneigingu
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með magasár
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með vanvirkan skjaldkirtil
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú hafir einhvern tíma átt við geðræn vandamál að stríða
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með veirusýkingu í auga
  • þú sért með graftarkýli eða aðrar bólgur
  • þú sért með ristilpoka
  • þú sért með berkla, einnig ef þú hefur einhvern tíma haft berkla
  • þú hefur tilhneigingu til blæðinga vegna of fárra blóðflagna

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Sömu eða minni skammtar og eru notaðir handa fullorðnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Getur aukið líkur á myndun magasárs af völdum betametasóns. Haltu neyslu áfengis í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni. Hægt er að sækja um einfaldaða undanþágu til Undanþágunefndar Lyfjaráðs ÍSÍ.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.