Sifrol

Lyf við Parkinsonsjúkdómi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Pramipexól

Markaðsleyfishafi: Boehringer Ingelheim | Skráð: 1. maí, 2005

Sifrol er notað við parkinsonsveiki eitt sér eða í samsetningu með levódópa. Sjúkdómseinkenni parkinsonsveiki stafa af ójafnvægi milli taugaboðefnanna asetýlkólíns og dópamíns í heila þaðan sem samhæfingu hreyfinga er stjórnað. Magn dópamíns minnkar vegna hrörnunar taugafrumna sem framleiða dópamín og vægi asetýlkólíns verður hlutfallslega of mikið. Þetta veldur sjúkdómseinkennum eins og hreyfiskerðingu, stífleika og skjálfta. Pramipexól, virka efnið í Sifrol, er sértækur dópamínviðtakaörvi og eykur áhrif dópamíns sem dregur úr sjúkdómseinkennum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur og forðatöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru einstaklingabundnar. Töflurnar takist inn 3svar á dag og gleypist með vatnsglasi. Forðatöflurnar takist inn 1 sinni á dag, helst á sama tíma dags og gleypist heilar með vatnsglasi. Þær má hvorki tyggja, brjóta né mylja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Skammtur er aukinn smám saman á 5-7 daga fresti þar til æskileg verkun fæst.

Verkunartími:
Töflur: Um 8 klst. Forðatöflur: A.m.k. 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum og upprunalegum umbúðum við stofuhita, varið ljósi og raka þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Töflur: Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Forðatöflur: Taka skal lyfið innan 12 klst. frá áætluðum tíma, annars skal taka næsta skammt á áætluðum tíma næsta dag.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfs nema í samráði við lækni. Skammtur er smám saman minnkaður á nokkrum dögum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef teknar eru of margar töflur skal haft samband við lækni eða bráðamóttöku.

Langtímanotkun:
Ráðlagt er að fara í reglubundið eftirlit hjá lækni. Mælt er með að fara reglulega í augnskoðun og ef sjóntruflanir koma fram.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur á útlimum          
Hreyfingatregða          
Höfuðverkur, svefnleysi          
Lágur blóðþrýstingur          
Minnkuð matarlyst, þyngdartap          
Ógleði, uppköst, hægðatregða          
Rugl, ofskynjanir          
Sjóntruflanir          
Útbrot og kláði          
Þreyta          
Draumarugl          
Truflanir á stjórn og hegðun          
Sundl, svefndrungi          

Milliverkanir

Lyf sem hafa róandi verkun og áfengi geta aukið sljóvgandi verkun lyfsins. Forðast á samhliða notkun geðrofslyfja og lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með geðrofssjúkdóm

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið getur hamlað mjólkurmyndun. Lyfið á ekki að nota samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Skammtastærðir eru einstaklingsbundnar.

Akstur:
Lyfið getur haft slævandi áhrif og skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Áfengi getur aukið sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki er æskilegt að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.