Livial

Kvenhormón | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tíbólón

Markaðsleyfishafi: N. V. Organon | Skráð: 1. júlí, 1998

Livial er notað við einkennum estrógenskorts eftir tíðahvörf. Í líkamanum klofnar tíbólón, virka efnið í lyfinu, í þrjú virk efni. Þessi virku efni hafa svipuð áhrif og kvenhormónin estrógen og prógesterón. Lyfið dregur úr hitakófi, hindrar beinþynningu og minnkar blóðfitu. Það virðist enn fremur hafa jákvæð áhrif á skap og kynhvöt. Tíbólón veldur ekki ofvexti í legslímhimnu eins og hætta er á ef estrógen eru gefin ein og sér.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
2,5 mg á dag, helst alltaf á sama tíma dags. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Nokkrar vikur.

Verkunartími:
Um 24 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef fleiri en 36 klst. líða frá síðasta skammti skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Ráðlegt er að fara árlega í skoðun til læknis. Langtímameðferð er yfirleitt án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru tíðari í upphafi en minnka eða hverfa þegar meðferð er haldið áfram.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukinn hárvöxtur          
Blæðingar í fæðingarvegi          
Breytingar í brjóstum        
Eymsli í brjóstum, kviðverkir          
Gula          
Háþrýstingur          
Útbrot og mikill kláði          
Útferð          
Verkur í fótum, nára eða fyrir brjósti        
Þyngdaraukning          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • einhver í ættinni sé með sykursýki, hjarta- eða æðasjúkdóm
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma
  • þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með mígreni
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með rauða úlfa (lupus)
  • þú sért með sykursýki
  • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum

Meðganga:
Lyfið er ekki notað á meðgöngu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.