Picoprep

Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Natríumpicosúlfat Magnesíumsítrat Sítrónusýra

Markaðsleyfishafi: Ferring Lægemidler | Skráð: 1. október, 2011

Picoprep er hægðalosandi lyf sem er gefið til undirbúnings fyrir röntgenrannsóknir, speglanir og skurðaðgerðir. Áhrifa natríumpicósúlfats gætir í ristlinum þar sem það örvar slímhúðina og þarmahreyfingarnar aukast. Þar með flýtir fyrir því að þarmarnir tæmast. Magnesíumsítrat bindur vatn í þörmunum þannig að hægðirnar verða þynnri og þarmarnir þenjast út og örva þannig þarmahreyfingar. Saman stuðla þessi tvö efni að kraftmikilli úthreinsun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúruduft til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Lyfið er tekið inn í tveimur skömmtum, daginn fyrir rannsókn eða aðgerð, sá fyrri kl. 8 og sá seinni 6-8 klst. síðar. Fullorðnir og börn eldri en 9 ára: 1 poki í senn. Börn 4-9 ára: 1 poki að morgni, ½ poki seinni partinn. Börn 2-4 ára: ½ poki í senn. Börn 1-2 ára. ¼ poki í senn. Duftið skal blanda út í 150 ml af köldu vatni, hræra saman í 2-3 mín. og drekka. Meðan á tæmingu stendur skal drekka u.þ.b. 250 ml af vatni eða öðrum tærum vökva á hverri klukkustund.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Sólahring fyrir rannsókn eða aðgerð skal neyta úrgangssnauðrar fæðu.

Geymsla:
Geymist í upprunalegum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Hafðu samband við lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er notað fyrir einstaka rannsókn eða aðgerð.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni. Of stór skammtur leiðir til mikils niðurgangs.

Langtímanotkun:
Lyfið er notað fyrir einstaka rannsókn eða aðgerð.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur          
Krampar          
Ógleði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkur í endaþarmi          

Milliverkanir

Inntaka járns skal fara fram 2 klst. fyrir eða 6 klst. eftir inntök lyfsins. Sum þunglyndislyf og sefandi lyf geta haft áhrif á vökva og sölt í líkamanum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir gengist undir skurðaðgerð á maga eða þörmum
  • þú sért með röskun á salt- eða vökvajafnvægi
  • þú sért með teppu eða bólgu í meltingarvegi
  • þú sért með ógleði eða uppköst

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Skammtar eru háðir aldri.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan á meðferð stendur.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.