Treo

Verkjalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Asetýlsalicýlsýra Koffein

Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 1. júlí, 1988

Treo inniheldur blöndu tveggja virkra innihaldsefna sem vinna saman til þess að auka verkjastillandi eiginleika lyfsins. Annars vegar inniheldur Treo asetýlsalicýlsýru, og hún er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi. Hins vegar koffein, með væg örvandi áhrif á heilann, en nánar tiltekið dregur það saman heilaæðar og eykur verkjastillandi verkun asetýlsalicýlsýrunnar. Treo hentar vel við vægum verkjum, sérstaklega ef bólga er til staðar. Þá er Treo notað til að lækka sótthita og við vægu mígreni.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Freyðitöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 1-2 freyðitöflur í senn 1-4sinnum á dag. Töflurnar leysist upp í ½ glasi af vatni. Hver freyðitafla inniheldur 500 mg asetýlsalicýlsýru og 50 mg koffein. Lyfið má nota að hámarki í 10 sólarhringa í mánuði.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkjastillandi áhrif koma fram eftir 20-30 mín. Hámarksáhrif næst eftir u.þ.b. 30 mín.

Verkunartími:
4-6 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er tekið eftir þörfum.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má inntöku lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda.

Langtímanotkun:
Ekki er mælt með langtímanotkun á þessu lyfi. Það er einungis notað eftir þörfum. Langtímanotkun þessa lyfs gæti leitt til myndunar á magasári. Einnig getur mikil notkun valdið því að höfuðverkir verða verri og tíðar.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hraður hjartsláttur          
Meltingartruflanir, brjóstsviði, ógleði          
Mæði eða öndunarerfiðleikar      
Óeðlilegar blæðingar        
Óróleiki, svefnleysi          
Skjálfti          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Útbrot, kláði          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með astma
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir fengið magasár
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með óþol eða ofnæmi fyrir öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum lyfjum

Meðganga:
Fyrstu 6 mánuði meðgöngu má taka lyfið aðeins gegn læknisráði. Lyfið er ekki ætlar konum á seinustu 3 mánuðum meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlar börnum yngri en 15 ára nema gegn læknisráði. Aldrei má gefa börnum yngri en 15 ára lyfið ef þau eru með hita.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Getur aukið ertandi áhrif lyfsins á magaslímhúð.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.