Netverslun: Lausasölulyf

Lausasölulyf : Diclofenac Teva 23,2 mg/g hlaup Diclofenac Teva 23,2 mg/g hlaup

díklófenaktvíetýlamín

Diclofenac Teva inniheldur virka efnið díklófenak, sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID-lyf).

Lyfið er ætlað til staðbundinnar einkennameðferðar á verkjum vegna skyndilegrar áreynslu, tognunar eða mars í kjölfar lítils áverka.

Diclofenac Teva er notað tvisvar sinnum á dag (helst að morgni og að kvöldi).

Magn þess hlaups sem nota skal fer eftir stærð svæðisins sem meðhöndla á, allt frá magni sem minnir á kirsuber upp í magn sem minnir á valhnetu, sem samsvarar 1–4 g af hlaupi. Hámarksdagskammtur er 8 g af hlaupi.

  • Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar.
  • Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum 14 ára og eldri.

Diclofenac Teva er hlaup sem er notað útvortis við verkjum, eymslum og þrota í liðum og vöðvum vegna bólgu. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi Teva B.V. Umboðsaðili er Teva Pharma Iceland ehf