Lyfjaverslun í heila öld

Við Laugaveg 16 hefur verið rekin lyfjaverslun í hartnær heila öld

Laugvegsapótek var starfrækt að Laugavegi 16 um áratugaskeið og nú hefur Lyfja rekið apótek í sama húsnvæði í 15 ár, eða síðan árið 2000. Þannig hefur saga apóteka í þessu húsnæði verið óslitin í 96 ár. Húsnæðið er í hjarta Reykjavíkur á stað þar sem Vatnsveita Reykjavíkur byggði vatnsþró árið 1909 við hestaréttina sem þarna var. 

Nokkrum árum síðar reis þetta glæsilega hús sem stendur enn og árið 1919 stofnaði Stefán Thorarensen Laugavegsapótek á þessum stað. Laugavegsapótek var annað apótekið sem opnaði í Reykjavík og allar götur síðan hefur lyfsala verið starfrækt í húsnæðinu.Lyfsali Lyfju á Laugavegi 16 er Alfreð Ómar Ísaksson. Það má kannski segja að hann sé lyfsali í elsta starfandi apóteki á höfuðborgarsvæðinu, þó heiti apóteksins hafi breyst. 

Sagan er þó ekki það eina sem gerir apótek Lyfju á Laugavegi einstakt, heldur fjölbreyttur hópur viðskiptavina, erlendir ferðamenn í bland við Íslendinga búsetta í miðbænum er það sem skapar skemmtilega stemningu. Sagan og flóra viðskiptavina Lyfju á Laugavegi 16 gerir andrúmsloftið öðruvísi en í flestum öðrum apótekum Lyfju. 

Enn er að finna ýmsa muni frá fyrri tíð í geymslum apóteksins og því er óhætt að segja að Laugavegur 16 sé hús með bæði sögu og sál.