Mannauðsstefna

Starfsmenn Lyfju hf. eru ein helsta auðlind fyrirtækisins og lykilþáttur í að góður árangur náist.  Við leggjum mikla áherslu á að skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem ávallt ríkir góður starfsandi, hæfni og þekking starfsmanna nýtist þeim í starfi og allir starfsmenn hafa tækifæri til að þroskast bæði persónulega og í starfi. 

Mannauðsstefna okkar leggur áherslu á þá þætti sem við teljum nauðsynlega til að veita og viðhalda framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar og samstarfsfélaga.

Vinnustaðurinn
Við leggjum áherslu á að Lyfja hf. sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem að léttleiki en jafnframt öryggi ræður ríkjum.   

Ráðningar og móttaka nýliða
Lyfja hf. leitast alltaf við að ráða hæfasta umsækjandann útfrá málefnalegum sjónarmiðum svo sem hæfni, færni, menntun og reynslu.  Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og kynnum fyrirtækið og komum á framfæri gagnlegum upplýsingum á reglubundnum nýliðanámskeiðum. 

Fræðsla og starfsþróun
Öflug fræðsla og eru reglubundin námskeið fastur liður í starfsemi okkar.  Við leggjum einnig áherslu á innri starfsþróun og að allir starfsmenn hafi jöfn tækifæri til að þróast í starfi. 

Samskipti og starfsánægja
Góður starfsandi er mikilvægur þáttur í að starfsmönnum líði vel í sínu starfi og á sínum vinnustað.  Við leggjum áherslu á samskipti sem byggja á heiðarleika, virðingu, sanngirni og hjálpsemi bæði í garð samstarfsfólks og viðskiptavina.  Að auki stuðlum við að góðum starfsanda með ýmsum viðburðum og öflugum starfsmannafélögum.

Jafnrétti
Við leggjum áherslu á að sérhver starfsmaður fyrirtækisins sé metinn á eigin forsendum, hafi jafna möguleika og njóti sömu réttinda í starfi og til starfsframa óháð kyni, aldri, uppruna eða lífsstíl.  
Með þessu móti getur starfsfólk starfað í þeirri vissu að hver og einn starfsmaður fyrirtækisins njóti sömu virðingar, sé eingöngu metinn út frá málefnalegum sjónarmiðum og hafi jöfn tækifæri innan fyrirtækisins.

Umbun 
Auk hefðbundinna launa hafa starfsmenn verslana tækifæri til að vinna sér inn ýmiskonar umbun byggða á hvatakerfum, s.s. frídaga á launum, bankakort, bíómiða og fleira.

Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Við viljum að starfsmenn geti fundið jafnvægi milli starfs og einkalífs eins og frekast er kostur.  Lyfja hf. reynir að koma til móts við þarfir starfsmanna varðandi sveigjanleika og hlutastarf eftir því sem kostur er til að auðvelda starfsmönnum að samræma starf sitt hjá fyrirtækinu og fjölskyldulíf.  

Starfsmenn eru hvattir til að deila ábyrgð fjölskyldu- og einkalífs með maka sínum og hvetur Lyfja hf. einnig til þátttöku maka og barna í félagslífi starfsmanna þegar það á við.