Taktu prófið | Breytinga­skeið kvenna

Taktu prófið fyrir konur til að kanna hvort að það séu líkur séu á því að þú sért byrjuð á breytingaskeiðinu og fáðu góð ráð.

820x312

Breytingaskeiðið er tímabil í lífi kvenna sem er oft tengt vanlíðan vegna þeirra einkenna sem því fylgir. Á þessu lífskeiði verða breytingar á hormónum í líkamanum sem gerir það að verkum að ýmis einkenni og kvillar gera vart um sig.

Einkenni breytingaskeiðs geta komið og farið jafnharðan og eru mismunandi að lengd, alvarleika og hvaða áhrif þau hafa á konur. Með réttri næringu og heilsusamlegum lífsstíl er hægt að hafa áhrif á hvernig líkaminn bregst við á þessu tímabili. Lykillinn er fólginn í því að hjálpa líkamanum að aðlagast nýju lífsskeiði og því fyrr sem konur byrja, því betur verða þær í stakk búnar að takast á við breytingaskeiðið.

Taktu prófið

Taktu breytingaskeiðaprófið hér að neðan til að kanna hvort líkur séu á því að þú sért komin á breytingaskeiðið. Svaraðu sex spurningum og merktu við hvaða líkamlegu og andlegar breytingar þú hefur upplifað á undanförnum mánuðum/árum og fáðu tillögur um heilsuráð og bætiefni sem gætu hjálpað þér að líða betur.

Höfundur prófsins er Sigfríð Eik Arnardóttir næringarþerapisti, seika.is


Ertu að upplifa hitakóf?

Hitakóf eru algengasta einkenni breytingaskeiðsins og geta verið mislöng og komið fyrirvaralaust. Þau eru mjög mismunandi á milli kvenna og geta byrjað þegar estrógenið minnkar í líkamanum.

Í sumum tilfellum getur hjálpað að taka inn eitt eða fleiri af eftirfarandi bætiefnum:

  • Solaray - Maca Root er talin vera hormónajafnandi og orkugefandi.
  • Guli miðinn - Aswhagandha getur komið jafnvægi á kortisól og er gott við streitu. Það hefur hormónajafnandi áhrif og er orkugefandi og getur hjálpað til við hitakóf.
  • Solaray - Milk Thistle (mjólkurþistill) er jurt sem er talin hafa estrógenáhrif og gæti því verið gagnleg við ýmsum kvillum eins og hitakófi.
  • Sonnentor - Salvía (Sage) á sér langa sögu um að minnka einkenni hitakófs og nætursvita. Hægt að nota til dæmis í teformi frá Sonnentor.
  • Guli miðinn - Breytingaskeið inniheldur salvíu, soja, ísoflavoníið og dong quai sem eru taldar vera góðar jurtir við hitakófi.

Gott mál.  Þú getur alltaf kynnt þér lausnirnar hér og nýtt þér fræðsluna ef þú finnur fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.

Ertu farin að sofa illa?

Margar konur upplifa verri svefn þegar estrógenið og progesterón minnkar í líkamanum okkar en þau eru bæði mikilvæg hormón fyrir svefninn okkar.

Sumar konur vakna vegna nætursvita, aðrar til að hafa þvaglát. Mikilvægt er að hafa í huga að t.d. áfengisneysla og lélegt mataræði hefur áhrif á gæði svefnsins.

Í sumum tilfellum getur hjálpað að taka inn eitt eða fleiri af eftirfarandi bætiefnum:

Gott mál. Þú getur alltaf kynnt þér lausnirnar hér og nýtt þér fræðsluna ef þú finnur fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.

Upplifir þú minni kynhvöt?

Þú getur upplifað minni kynhvöt þegar testósterón minnkar í líkamanum. Einnig getur orkuleysi haft áhrif á kynlífslöngun sem og leggangaþurrkur.

Í sumum tilfellum getur hjálpað að taka inn eitt eða fleiri af eftirfarandi bætiefnum:

Gott mál. Þú getur alltaf kynnt þér lausnirnar hér og nýtt þér fræðsluna ef þú finnur fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.

Finnur þú fyrir auknum skapsveiflum, kvíða og þunglyndi?

Skapsveiflur, kvíði og þunglyndi eru mjög algengir kvillar á breytingaskeiðinu. Minnkun á estrógeni, prógesteróni og testósteróni hefur áhrif á heilann okkar og þar af leiðandi á andlega heilsu.

Í sumum tilfellum getur hjálpað að taka inn eitt eða fleiri af eftirfarandi bætiefnum:

Gott mál. Þú getur alltaf kynnt þér lausnirnar hér og nýtt þér fræðsluna ef þú finnur fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.

Ertu með leggangaþurrk?

Leggangaþurrkur er algengur á þessu tímabili en þegar estrógen minnkar verða leggöngin viðkvæmari og slímhúðin þynnist. Einnig getur leggangþurrkur haft áhrif á þvagblöðruna sem og kynlífið. Ekki örvænta því það eru til ýmis ráð við þessum kvilla.

Í sumum tilfellum getur hjálpað að taka inn eitt eða fleiri af eftirfarandi bætiefnum:

Gott mál. Þú getur alltaf kynnt þér lausnirnar hér og nýtt þér fræðsluna ef þú finnur fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.

Finnur þú fyrir breytingum á hári, húð og/eða nöglum?

Sumar konur upplifa breytingar á hári, húð og nöglum vegna hormónabreytingar. Ástæðan fyrir því getur verið að estrógenið sé að minnka í líkamanum.

Í sumum tilfellum getur hjálpað að taka inn eitt eða fleiri af eftirfarandi bætiefnum:

  • Kollagen er stór hluti af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna.
  • B-vítamín getur verið mikilvægt fyrir framleiðslu hormóna, sérstaklega estrógens sem og að viðhalda heilbrigðu taugakerfi og til að lifrin nái að hreinsa út eiturefni.
  • C-vítamín hjálpar m.a til við myndun kollagens sem heldur húðinni ungri í lengri tíma.

Gott mál. Þú getur alltaf kynnt þér lausnirnar hér og nýtt þér fræðsluna ef þú finnur fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.


Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Niðurstöður

Niðurstöður

Svör þín benda til að þú sért komin á breytingaskeiðið. Við ráðleggjum þér að fylgjast með einkennunum með hjálp Green Glimatace einkennalistans - sjá hér. Meðalaldur kvenna þegar þær byrja á breytingaskeiðinu er 52 ár en það getur staðið yfir allt frá 40 ára aldri (pre-menopause) til 60 ára aldurs (post menopause).

Heilbrigður lífsstíll getur dregið úr áhrifum breytingaskeiðsins. Næring, streita, skaðleg efni í umhverfinu og hreyfing eru mikilvægir þættir sem hafa áhrif á hormónin og almenna líðan. Næringarþörf er mismunandi á milli einstaklinga en það er frekar ólíklegt að við fáum öll vítamín og steinefni úr fæðunni.

Byggt á svörum þínum leggjum við til að þú takir inn til skamms tíma einhver af eftirfarandi bætaefnum en hafðu í huga að áhrif af inntöku þeirra geta verið einstaklingsbundin. Ef lyf eru tekin er mikilvægt að ráðfæra sig við lyfjafræðing eða annan heilbrigðismenntaðan starfsmann.

Tillögur að bætiefnum

  • Fjölvítamín fyrir konur eru sérsniðnar blöndur með þarfir kvenna í huga og innihalda yfirleitt magnesíum, kalsíum, D-vítamín, selenium og B-vítamín sem eru mikilvæg á þessum tíma. Einnig eru sumar blöndur með jurtum sem hafa góð áhrif á hormónin.

  • D3-vítamín . Hér á landi er nauðsynlegt að við tökum D-vítamín daglega fyrir beinheilsuna, ónæmiskerfið, hjartað og æðakerfið, hormónin og andlega heilsu.

  • C-vítamín styður við ónæmiskerfið og berst gegn sýkingum. C-vítamín hjálpar til við myndun kollagens sem heldur húðinni ungri í lengri tíma. Minnkandi magn af estrógeni á breytingaskeiðinu getur haft áhrif á húðina okkar og þá er mikilvægt að tryggja að fá nægjanlegt magn af C-vítamíni til að halda húðinni unglegri í lengri tíma.
  • Omega 3 fitusýrur. Ef þú borðar ekki feitan fisk þrisvar í viku þá færðu líklega ekki nóg af Omega 3 fitusýrum sem er nauðsynleg fita og mikilvæg fyrir uppbyggingu frumuhimnunnar sem dregur úr bólgum. Ómega 3 fitusýrur eru jafnframt góðar við liðverkjum og hollar fyrir hjarta- og æðakerfið.

  • Magnesíum er steinefni sem er lífsnauðsynlegt og kemur víðsvegar við sögu í líkamanum. Magnesíum er ábyrgt fyrir 300 mismunandi efnahvörfum í líkamanum og við getum ekki án þess verið. Það er gott fyrir hjarta- og æðakerfið, vöðva og bein, blóðsykursjafnvægi og streitu. Magnesíum getur hjálpað til við einkenni eins og höfuðverk og skapsveiflur.

  • Sínk er gott fyrir ónæmiskerfið og hjálpar til við að takast á við sýkingar. Það er gott fyrir hár, húð og neglur og getur aukið kollagen fyrir hárið og vefi líkamans. Einnig getur sink verið gott gegn streitu þar sem það kemur jafnvægi á kortisólið í blóðinu. Ef ekki er tekið fjölvítamín með sinki þá er gott að bæta þessu við með daglegri inntöku í skamman tíma.

Við hitakófi:

  • Solaray - Maca Root er hormónajafnandi og orkugefandi.
  • Guli miðinn - Aswhaganda kemur jafnvægi á kortisól og er gott við streitu. Það hefur hormónajafnandi áhrif og er orkugefandi.
  • Solaray - Milk Thistle (mjólkurþistill) er jurt sem er talin hafa estrógenáhrif og gæti því verið gagnleg við ýmsum kvillum eins og hitakófi.
  • Salvía (Sage) á sér langa sögu um að minnka einkenni hitakófs og nætursvita. Hægt að nota til dæmis í teformi frá Sonnentor.
  • Guli miðinn - Breytingaskeið inniheldur salvíu, soja, ísoflavoníið og dong quai sem eru góðar jurtir við hitakófi.

Fyrir betri svefn:

Við minni kynhvöt:

Við auknum skapsveiflum, kvíða og þunglyndi:

Við leggangaþurrki:

Við breytingum á húð, hári og/eða nöglum

  • Kollagen er stór hluti af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna. Inntaka kollagens byggir því ekki aðeins upp sterkari bein og liði heldur stuðlar það að unglegra útliti, ljómandi húð, hári og nöglum.
  • B-vítamín er mikilvægt fyrir framleiðslu hormóna, sérstaklega estrógens sem og að viðhalda heilbrigðu taugakerfi og að lifrin nái að hreinsa út eiturefni.
  • C-vítamín hjálpar m.a til við myndun kollagens sem heldur húðinni ungri í lengri tíma.

 

Almenntur fyrirvari: Upplýsingar þessar eru ekki ætlaðar að koma í stað leiðbeininga frá lækni eða öðrum heillbrigðisstarfssmanni. Vörur og upplýsingar eru eingöngu ætlaðar til almennra notkunar og eru ekki ætlaðar til að greina, lækna, meðhöndla eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða veita læknisráðgjöf. Ef lyf eru tekin er mikilvægt að ráðfæra sig við lyfjafræðing eða annan heilbrigðismenntaðan starfsmann.

Niðurstöður

Svör þín benda EKKI til þess að þú sért komin á breytingaskeiðið. Við ráðleggjum þér þó að fylgjast með einkennunum með hjálp Green Glimatace einkennalistans - sjá hér. Meðalaldur kvenna þegar þær byrja á breytingaskeiðinu er 52 ár en það getur staðið yfir allt frá 40 ára aldri (pre-menopause) til 60 ára aldurs (post menopause).

Ef þú hefur áhyggjur af einhverjum öðrum heilsutengdum atriðum mælum við með að þú leitir þér ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi.

Hér fara á eftir almennar tillögur fyrir konur sem komnar eru yfir fertugt og geta vonandi nýst þér. Byggt á svörum þínum leggjum við til að þú takir inn eftir því sem við á eftirfarandi bætiefni, en hafðu í huga að áhrif af inntöku þeirra geta verið einstaklingsbundin.

Tillögur að bætiefnum

  • Fjölvítamín fyrir konur eru sérsniðnar blöndur með þarfir kvenna í huga og innihalda yfirleitt magnesíum, kalsíum, D-vítamín, selenium og B-vítamín sem eru mikilvæg á þessum tíma. Einnig eru sumar blöndur með jurtum sem hafa góð áhrif á hormónin.
  • D3-vítamín . Hér á landi er nauðsynlegt að við tökum D-vítamín daglega fyrir beinheilsuna, ónæmiskerfið, hjartað og æðakerfið, hormónin og andlega heilsu.
  • C-vítamín styður við ónæmiskerfið og berst gegn sýkingum. C-vítamín hjálpar til við myndun kollagens sem heldur húðinni ungri í lengri tíma. Minnkandi magn af estrógeni á breytingaskeiðinu getur haft áhrif á húðina okkar og þá er mikilvægt að tryggja að fá nægjanlegt magn af C-vítamíni til að halda húðinni unglegri í lengri tíma.
  • Omega 3 fitusýrur. Ef þú borðar ekki feitan fisk þrisvar í viku þá færðu líklega ekki nóg af Ómega 3 fitusýrum sem er nauðsynleg fita og mikilvæg fyrir uppbyggingu frumuhimnunnar sem dregur úr bólgum. Ómega 3 fitusýrur eru jafnframt góðar við liðverkjum og hollar fyrir hjarta- og æðakerfið.
  • Magnesíum er steinefni sem er lífsnauðsynlegt og kemur víðsvegar við sögu í líkamanum. Magnesíum er ábyrgt fyrir 300 mismunandi efnahvörfum í líkamanum og við getum ekki án þess verið. Það er gott fyrir hjarta- og æðakerfið, vöðva og bein, blóðsykursjafnvægi og streitu. Magnesíum getur hjálpað til við einkenni eins og höfuðverk og skapsveiflur.
  • Sínk er gott fyrir ónæmiskerfið og hjálpar til við að takast á við sýkingar. Það er gott fyrir hár, húð og neglur og getur aukið kollagen fyrir hárið og vefi líkamans. Einnig getur sink verið gott gegn streitu þar sem það kemur jafnvægi á kortisólið í blóðinu. Ef ekki er tekið fjölvítamín með sinki þá er gott að bæta þessu við með daglegri inntöku í skamman tíma.

Almenntur fyrirvari: Upplýsingar þessar eru ekki ætlaðar að koma í stað leiðbeininga frá lækni eða öðrum heillbrigðisstarfssmanni. Vörur og upplýsingar eru eingöngu ætlaðar til almennra notkunar og eru ekki ætlaðar til að greina, lækna, meðhöndla eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða veita læknisráðgjöf. Ef lyf eru tekin er mikilvægt að ráðfæra sig við lyfjafræðing eða annan heilbrigðismenntaðan starfsmann.