Aðgerðir og verklag Lyfju vegna Covid-19 veirunnar

Almenn fræðsla

Lyfja hefur gripið til fjölbreyttra aðgerða til þess að draga úr áhættu fyrir viðskiptavini og starfsmenn, með það að leiðarljósi að tryggja þjónustu allan hringinn í kringum landið á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn gengur yfir.

Við höfum meðal annars aukið fræðslu á meðal starfsmanna, aukið sótthreinsun og þrif í apótekum.

  • Lyfja Lágmúla, Granda og Smáratorgi eru opnar klukkan 8-24 alla daga vikunnar.
  • Óþarfi er að hamstra lyf. Það eru til nægar lyfjabirgðir í landinu.
  • Til að flýta fyrir för þegar þú kemur í apótek Lyfju er hægt að undirbúa kaupin á lyfjum á vefsíðu Lyfju með því að panta lyf á rafrænan hátt og koma og sækja í næsta apótek Lyfju.
  • Ef þig vantar aðrar apóteksvörur býður Lyfja fjölbeytt úrval í netverslun Lyfju.
  • Ef þú ert með spurningar til lyfjafræðings, almennar spurningar eða spurningar sem snúa að netverslun er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum netspjallið á vefsíðu Lyfju (neðst í hægra horninu). Starfsfólk okkar svarar þér eins fljótt og auðið er.

Hér eru nokkur góð ráð til að tryggja öryggi starfsfólks okkar og viðskiptavina sem heimsækja apótek Lyfju

  • Ef þú ert veik/ur eða í sóttkví áttu ekki að koma í apótekið. Maki, börn eða ættingjar geta sótt lyfin og aðrar apótekaravörur fyrir þig. Viðkomandi aðili þarf að framvísa skilríkjum þegar hann leysir lyfin út.  Einnig er hægt að panta heimsendingu lyfja rafrænt á vefsíðu Lyfju. 
  • Haltu þig í tveggja metra fjarlægð frá næstu starfsmönnum og viðskiptavinum.
  • Fylgdu reglum um gott hreinlæti.
  • Notaðu snertilausar greiðsluleiðir.

 

Gagnlegar vefsíður