Nýjar reglur frá Lyfjastofnun um afhendingu lyfja

Almenn fræðsla

Að gefnu tilefni hefur Lyfjastofnun breytt fyrirkomulagi um afhendingu ávísanaskyldra lyfja. Frá og með 10. júní 2020 verður einungis heimilt að afhenda ávísunarskyld lyf í apótekum til eiganda lyfjaávísunar eða þeim sem hefur ótvírætt umboð hans til að fá þau afhent. Framvísa þarf persónuskilríkjum hvort sem um ræðir eiganda eða umboðsmann. Foreldrar geta sótt fyrir börnin sín án umboðs upp að 16 ára aldri.

18. grein reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja: „Lyf verða einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans ...“