Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörVið verjum allt að þriðjungi af lífi okkar í svefn en er sá tími alls ekki tímasóun þar sem svefn er ein helsta grunnstoð heilsu ásamt næringu og hreyfingu. Eðlilega er því mikið rætt og skrifað um svefn og margar algengar mýtur eru til er tengjast svefni. Hér fyrir neðan eru dæmi um 10 algengar mýtur um svefn.
Tíðabikar er heilsusamlegri, auðveldari og umhverfisvænni kostur á tíðablæðingum. Hann er úr mjúku silikoni sem hægt er að nota aftur og aftur á meðan blæðingar standa yfir. Bikarinn safnar tíðablóðinu í stað þessa að sjúga það upp eins og t.d tíðartappar virka. Bikarinn má nota í allt að 12 tíma í senn.
Hvað er heilsa? Það er líklega mjög misjafnt hvaða skoðun fólk hefur á því. Fyrir suma þýðir góð heilsa það að vera laus við sjúkdóma og verki og geta stundað vinnu og áhugamál án mikilla vandkvæða. Fyrir aðra þýðir hugtakið að vera grannur og í brjálæðislega góðu formi.