Viltu sofa betur?

Almenn fræðsla

Í samstarfi við dr. Erlu Björnsdóttur sem er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum auk annarra svefnsérfræðinga hjá Betri Svefn viljum við hjá Lyfju hjálpa þér að sofa betur.

 Svefnlending

„Svefn gefur líkamanum tækifæri til að hvílast og endurnærast, sem styrkir ónæmis-og taugakerfi hans. Jafnframt fær heilinn bæði hvíld og tækifæri til að vinna betur úr tilfinningum og hugsunum. Svefn er því bráðnauðsynlegur til að viðhalda heilsu og líðan, bæði líkamlegri og andlegri, en þrálát svefnröskun eykur líkur á alvarlegum heilsukvillum, s.s. þunglyndi, sýkingum, háum blóðþrýsingi, streitu, offitu ofl.“

(Heimild: Embætti Landlæknis)

Fáðu ráð hjá svefnráðgjafa

Í samstarfi við Betri svefn býður Lyfja upp á 6 vikna vefmeðferð við svefnleysi, ásamt sex vikna eftirfylgd (samtals 12 vikur). Í meðferðinni felst meðal annars:

 • dagleg svefnskráning
 • vikuleg fræðslumyndbönd
 • einstaklingsmiðaðar ráðleggingar
 • aðgengi að sálfræðingum

Námskeiðið er hægt að kaupa í netverslun Lyfju. Verð 19.900 kr.

Nánar um grunnmeðferðina

Formleg meðferð er samtals 6 vikur, þá hefur þú aðgang að vikulegum fyrirlestrum þar sem farið er yfir þá þætti sem meðferðin tekur á t.d. fræðsla um svefn og hollar svefnvenjur, áreitisstjórnun, tímabundna svefnskerðingu, svefnumhverfið, mataræði og hreyfingu, streitu, svefnlyfjanotkun, hugsanaskráningu og slökun svo eitthvað sé nefnt. Samhliða því að horfa á vikulega fyrirlestra þarf að fylla út svefndagbók þar sem haldið er utan um síðastliðnar nætur. Í svefndagbókinni svarar þú spurningum t.d. hvenær þú fórst að sofa, klukkan hvað þú vaknaðir, hversu oft þú vaknaðir yfir nóttinga og svo frv. Út frá svefndagbókinni færðu ráðgjöf um ráðlagðan svefn- og háttatíma sem þú svo fylgir í hverri viku út meðferðina.

Í meðferðinni er boðið upp á eftirfylgd sem gott er að nýta ef þörf er á meiri tíma en 6 vikum til að koma svefninum í lag. Á þessum vikum er hægt að rifja upp fyrirlestrana og halda skráningum í svefndagbókinni áfram.

Einstaklingsmiðuð ráðgjöf er í boði samhliða meðferðinni en notendur meðferðarinnar hafa aðgang að starfsfólki Betri Svefns í gegnum tölvupóst þar sem hægt er að senda fyrirspurnir og fá ráðleggingar eftir þörfum.

Byrjaðu á að svara skimprófi Betra svefns og ef meðferð hentar þér þá er ekkert til fyrirsöðu að byrja strax í dag að vinna að betri svefni.  Verðið er kr. 19.900 kr. og hægt er að kaupa grunnmeðferð Betra svefns í netverslun Lyfju.

Ráðgjöf í netspjalli

Þann 24. september og 8. október frá klukkan 13-16 er hægt að ræða við svefnsérfræðing á netspjalli Lyfju.

Ráðgjöf um svefnlausnir hjá starfsfólki Lyfju

Við höfum áratuga reynslu í ráðgjöf af ýmsum bætiefnum sem geta hjálpað við að veita þér betri svefn. Reynslan hefur kennt okkur að réttu bætiefnin geta gert mikið fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu.

Jurtalyf, vítamín og bætiefni sem geta bætt svefn

 

 Kal Calm Magnesíum
Inniheldur ammínósýru sem hjálpar til við að sofna og hefur Calm Magnesium inniheldur 325mg af magnesium glycinate, sem veitir góða slökun. Magnesium duftið blandast auðveldlega við heitt eða kalt vatn. Sætuefni frá Glyceminc plöntunni. Non-GMO, Vegan, Soy Free, Gluten Free.

A. Vogel Avena Sativa
Avena Sativa getur hjálpað gegn streitu og svefntruflunum. Avena Sativa er unnið úr möluðum grænum jurtum og er safinn þekktur fyrir að bæði nærandi og róandi áhrif á taugakerfið. Mælt er með nokkrum dropum út í vatn fyrir svefn eða þegar hentar best.

Florealis Sefitude
Sefitude hefur róandi og kvíðastillandi verkun. Lyfið er notað til að auðvelda svefn, bæta svefngæði og til að draga úr taugaspennu og kvíða án þess að hafa áhrif á frammistöðu eða daglegar athafnir. Hægt er að nota Sefitude™ meðfram öðrum svefnmeðferðum til að ýta undir og styðja við góðar svefnvenjur. Sefitude fæst án lyfseðils.

Aqua Oleum ilmkjarnaolía Lavander
Ilmkjarnaolía sem hjálpar þér að slaka á og virkar róandi.

Iceherbs Sofðu Rótt
Magnolia officinalis vex í fjallendi í Kína og hefur verið notuð um aldir við þunglyndi, svefnvandamálum og kvíða. Virku efnin eru í berkinum og er því líka talað um Magnoliubörk en þau virðast örva boðefnið acetylcholine í heilanum og koma jafnvægi á hormónið cortison sem stýrir m.a. vöknun. Það leiðir síðan til að fólk slakar betur á, sem bætir svefn og vinnur einnig gegn kvíða og þunglyndi.

Kynntu þér allar vörurnar í netverslun Lyfju - smelltu hér

Aðrar svefnlausnir sem geta hjálpað

 

Svefnráðin 10

 1. Forgangsraða svefni og reyna að tryggja nægan svefn alla daga vikunnar
 2. Fara að sofa og á fætur á svipuð tíma alla daga vikunnar
 3. Takmarka skjánotkun a.m.k. síðustu tvær klukkustundir fyrir svefn
 4. Koma upp rólegum kvöldvenjum sem skapa ró og vellíðan
 5. Takmarka neyslu koffeins og ekki neyta þess eftir kl 14:00 á daginn
 6. Reyna að stunda hreyfingu á hverjum degi en þó ekki seint á kvöldin
 7. Borða reglulega yfir daginn en forðast sykur og þungar máltíðir fyrir svefn
 8. Taka frá tíma snemma kvölds til að fara yfir skipulag næsta dags
 9. Forðast streituvaldandi áreiti seint á kvöldin
 10. Hafa svalt loft og dimmt í svefnherbergi og forðast truflandi áreiti, t.d. snjalltæki

Góðar svefnvenjur

 

 1. Regla á svefninum. Mikilvægt er að fara í rúmi á svipuðum tíma á kvöldin og á fætur á morgnana. Þannig kemst regla á líkamsklukkuna og líkur á svefnvanda minnka.
 2. Stuttur blundur getur hjálpað. Ef mikil dagssyfja er til staðar getur hjálpað að fá sér stuttan blund. Best er að blunda snemma dags (fyrir klukkan 15) og varast skal að sofa lengur en 30 mínútur því þá getur blundurinn haft neikvæð áhrif á nætursvefninn.
 3. Stunda reglubundna hreyfingu. Reglubundin hreyfing eykur svefngæði. Forðast skal þó mikla hreyfingu minna en þrem tímum fyrir háttatíma.
 4. Hafa hitastig í svefnherberginu sem þægilegast. Of heitt eða of kalt andrúmsloft getur truflað svefninn. Æskilegt er að hafa frekar svalt loft og sofa með opin glugga og vera með gluggatjöld sem útiloka alla birtu.
 5. Borða reglulega og ekki fara svangur/svöng að sofa. Hungur getur truflað svefninn. Létt snarl á kvöldin getur verið skynsamlegt en forðast skal þungar máltíðir rétt fyrir svefninn.
 6. Takmarka skjánotkun á kvöldin. Skjánotkun á kvöldin hefur slæm áhrif á svefn og æskilegt er að sleppa allri skjánotkun síðustu tvær klukkustundirnar fyrir svefn.
 7. Rólegar kvöldvenjur. Mikilvægt er að gíra sig niður á kvöldin og koma líkama og sál í ró. Gott er að dempa ljós, leggja frá sér skjátæki og eiga rólega stund, t.d að lesa, fara í heitt bað eða hlusta á rólega tónlist áður en farið er að sofa.
 8. Neyta koffeins í hófi. Koffein er örvandi og hefur slæm áhrif á svefn. Koffein er lengi í líkamanum og mikilvægt er takmarka neyslu koffeins og forðast alla koffein neyslu eftir klukkan 14.00 á daginn.
 9. Nota rúmið eingöngu fyrir svefn. Mikilvægt er að takmarka alla óþarfa vöku í rúminu. Sjónvarp, talva og snjalltæki ættu ekki að vera í svefnherberginu.
 10. Forgangsraða svefni. Svefn er ein mikilvægasta grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu og mikilvægt er að setja svefninn í forgang og tryggja að fá að jafnaði nægan nætursvefn.

Erla Björnsdóttir, sálfræðingur

Hver er æskulegur svefntími?

Recommended_sleep_chart

Greinar um svefn


Svefn - ráðstefna í Hörpu 19. október 2020

SVEFN er 3ja tíma ráðstefna þar sem farið verður ítarlega yfir mikilvægi svefns fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið í heild.

Matthew Walker er prófessor við Berkeley háskóla og sérfræðingur í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði. Hann er virtur vísindamaður á þessu sviði og hefur birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar og er höfundur bókarinnar Why we sleep sem hefur farið sigurför um heiminn sl. ár og opnað augu almennings fyrir mikilvægi svefns fyrir heilsu, vellíðan og árangur.

Dr. Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Erla er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og skrifað mikið um svefn á innlendum vettvangi og gaf út bókin Svefn með Forlaginu árið 2017.

Dagskrá ráðstefnunnar

 • 13.00 – 13:10 Hvernig sofa Íslendingar?
 • 13:10 – 14:00 Hvers vegna sofum við?
 • 14:00 – 14:30 Hlé
 • 14:30 – 14:50 Er syfja lúmskur skaðvaldur?
 • 15:50 – 15:10 Hvernig getum við brugðist við svefnvanda barna og ungmenna?
 • 15:10 – 15:50 Er svefn ofurkraftur kvenna?
 • 15:50 – 16:00 Samantekt

Hægt er að nýta réttindi til niðurgreiðslu hjá stéttafélögum fyrir ráðstefnuna.