Ráðgjöf um næringu og bætiefni á breytinga­skeiðinu

Almenn fræðsla Breytingaskeið

Sigfríð Eik Arnardóttir, næringarþerapisti verður með einstaklingsmiðaða ráðgjöf um næringu og bætiefni fyrir konur og karla á breytingarskeiðinu í Lyfju Lágmúla dagana 31. janúar og 1., 2. og 3. febrúar frá klukkan 13-16. Hver tími er 20 mínútur.

Tímapantanir eru nauðsynlegar og við vekjum athygli á því að um 20 mínútna ráðgjöf er að ræða í boði Lyfju.

PANTAÐU TÍMA HÉR

Sigfríð Eik Arnardóttir er lærð næringarþerapisti frá Institute for Optimum Nutrition (ION), London. Hún er félagi í hinu breska fagfélagi næringarþerapista; British Association for Nutrition and Lifestyle Medicine (BANT). BANT gerir kröfur um vissa starfshætti og heilindi í faginu, svo sem varðandi þjálfun og faglega þróun, sem þýðir að hún er skuldbundin til að uppfæra þekkingu sína stöðugt. Í síbreytilegum næringarheimi gerir þetta henni kleift að veita viðskiptavinum sínum bestu ráðin hverju sinni.

Á lyfja.is er að finna fjölbreytt fræðsluefni um breytingaskeið kvenna og karla.

Heilsa þín er okkar hjartans mál - þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.