Stoppum áreynsluleka

Almenn fræðsla Grindarbotninn

Áreynsluþvagleki hefur áhrif á næstum 1 af hverjum 3 konum í Bandaríkjunum (Cameron & Haraway, 2011). Það getur verið óþægilegt og vandræðalegt að leka þvagi við hósta, hnerra, við að hlæja, ganga, hoppa, æla eða æfa. Þrátt fyrir algengi þess er áreynsluleki ekki talinn eðlilegur hluti öldrunar og hann gefur til kynna að grindarbotninn virki ekki rétt. 

Article_-_STOP_STRESS_INCONTINENCE-min_480x480Grindarbotnsþjálfinn og appið sem fylgir honum bjóða þér að velja æfingaráætlun sem er sérstaklega hannað fyrir áreynsluleka. Það veitir góða endurgjöf sem leggur áherslu á að þjálfa vöðvana svo að notandinn finni fyrir skjótum og verulegum árangri fyrir áreynsluþvagleka.

AFHVERJU STAFAR ÁREYNSLULEKI?
Eitt meginhlutverk grindarbotnsins er að styðja við þvagblöðruna og stjórna flæði þvags. Við hreyfingu eins og að hlaupa eða hnerra eykst þrýstingur á kviðarholið og þannig á þvagblöðruna.

Í heilbrigðum grindarbotni geta vöðvarnir dregist saman með mikilli snerpu og haldið þvagblöðrunni lokaðri á meðan hún er undir álagi.


Download-1024x529Þegar grindarbotninn er slappur geta vöðvarnir hins vegar ekki framkallað nægjanlega sterkan samdrátt til að halda þvagrásinni lokaðri. Vöðvar í grindarboti geta orðið slappir eftir meðgöngu, fæðingu, bak- og mjaðmaverki, slæmrar líkamsstöðu og annars.

HVERNIG Á AÐ LAGA ÁREYNSLULEKA?
Ef þú finnur fyrir þvagleka af einhverju tagi skaltu fyrst ræða einkennin við lækni til þess að fá rétta greiningu. Ef þú kemst að því að þú sért með álagsleka og óvirkra grindarbotnsvöðva, ættir þú að hefja æfingar til þess að minnka leka og bæta heilsu grindarhols.

Fyrsta meðferðarleið til að koma í veg fyrir og leiðrétta þvagleka er að styrkja mjaðmagrindina með grindarbotnsþjálfun (DiBenedetto, Coldessa og Floris, 2008). Að bæta grindarbotnsæfingum við daglegar venjur þínar er áhrifaríkasta lækningin til að styrkja grindarholið. Grindarbotnsþjálfinn gerir grindarbotnsæfingar markvissari og árangursríkari.

HVAÐ ERU BESTU GRINDARBOTNSÆFINGAR TIL ÞESS AÐ STOPPA ÁREYNSLULEKA?
Grindarbotninn samanstendur af bæði hægum og hröðum vöðvaþráðum. Hröðu vöðvaþræðirnir eru um það bil 40% af grindarbotninum, hafa mikinn viðbragðsflýti og ná að halda þvagrásinni lokaðri þegar þrýstingur eykst. Hægir vöðvaþræðir eru um það bil 60% af grindarbotningum og halda uppi líffærunum í grindarholinu allan daginn. Árangursríkustu æfingarnar til að takast á við álagsleka eru þær sem leggja áherslu á að þjálfa upp hröðu vöðvaþræðina. Þessar æfingar, eins og Kegel-grindarbotnsæfingar, einbeita sér að snerpu vöðvanna og koma þannig í veg fyrir þvagleka.

Þess vegna er þjálfun með Grindarbotnsþjálfanum svona árangursrík. Hann hjálpar þér að ná betri stjórn á hröðu vöðvaþráðunum á áhrifaríkan hátt þegar þú gerir grindarbotnsæfingar með skemmtilegum leikjum í appinu. Grindarbotnsþjálfinn metur frammistöðu þína, gefur endurgjöf þegar hverri æfingu er lokið og fylgist með framvindu og markmiðum.

Auðvelt að æfa sig heima – leiktu þér og sjáðu hvernig grindarbotninn vinnur – fylgstu með árangrinum.

Article_pages_CTA_71c90210-282f-45d5-8d88-c0557b5714c6_480x480LÆRÐU MEIRA UM KOSTI GRINDARBOTNSÞJÁLFANS:

  • Koma í veg fyrir vandamál tengd grindarbotninum
  • Laga ofvirka þvagblöðru
  • Auka unað í kynlífi
  • Ná hraðari bata eftir fæðingu
  • Sporna á móti legsigi án skurðaðgerðar

 

Skoðaðu grindarbotnsþjálfa í netverslun Lyfju - smelltu hér

Heimild: pikusport.is, 4. janúar 2022

Heimildir


Cameron, A. P., og Haraway, A. M. (2011). Meðferð við þvagleka hjá konum. Open access journal of urology, 3, 109-20. doi: 10.2147 / OAJU.S10541

DiBenedetto, P., Coldessa, A., Floris, S. (2008) Rök fyrir grindarbotnsæfingum hjá konum með þvagleka. Minerva Ginecologica, 60 (6): 529-541] Sótt af https://europepmc.org/abstract/med/18981979