Lifum heil: Grindarbotninn

Fyrirsagnalisti

Almenn fræðsla Grindarbotninn : Stoppum áreynsluleka

Áreynsluþvagleki hefur áhrif á næstum 1 af hverjum 3 konum í Bandaríkjunum (Cameron & Haraway, 2011). Það getur verið óþægilegt og vandræðalegt að leka þvagi við hósta, hnerra, við að hlæja, ganga, hoppa, æla eða æfa. Þrátt fyrir algengi þess er áreynsluleki ekki talinn eðlilegur hluti öldrunar og hann gefur til kynna að grindarbotninn virki ekki rétt. 

Almenn fræðsla Grindarbotninn : Grindarbotninn | komdu í veg fyrir legsig

Líffæri í líkamanum eru venjulega vel studd og haldið á sínum stað með bandvef, vöðvum og liðböndum. Þegar einhver þessara hætta að virka sem skildi getur það leitt til mjög óþægilegra kvilla, svo sem sigi á líffærum í grindarholinu, oftast legsig eða blöðrusig, niður í leggöng og stundum út.

Almenn fræðsla Grindarbotninn : Fyrirbyggjandi æfingar fyrir vandamál í grindarholi

Næstum 1 af hverju 4 konum eru með einkenni sem stafa af röskun í starfsemi grindarbotnsvöðvanna, eins og þvagleka eða sig líffæra í grindarholi (Wu o.fl., 2014). Þar að auki finnur næstum 1 af hverjum 7 konum fyrirlangvarandi grindarverkjum (Mathias o.fl., 1996). 

Almenn fræðsla Grindarbotninn : Grindarbotnsþjálfi | meðferð fyrir ofvirka þvagblöðru

Ofvirk þvagblöðra er mjög algeng og hefur áhrif á milljónir kvenna um allan heim. Hún einkennist af mikilli þörf fyrir að hafa þvaglát og getur verið með eða án ósjálfráðs þvagleka. Einnig getur hún einkennst af því að þurfa að fara oftar á klósettið en maður er vanur og því að vakna oftar en tvisvar á nóttu til þess að pissa án augljósrar læknisfræðilegrar ástæðu.

Almenn fræðsla Grindarbotninn : Grindarbotnsþjálfi | til að auka unað í kynlífi

Rannsóknir benda til þess að virkari vöðvar í grindarholi leiði til aukinnar kynferðislegrar ánægju. Margar rannsóknir hafa sýnt að æfingar á grindarbotnsvöðvum hafa aukið kynferðislega ánægju kvenna eftir fæðingu.