Flug og reykbindindi

Ferðir og ferðalög

  • Non-smoking

Það er bannað að reykja í flestum flugvélum og brot á því er refsivert. Á mörgum stöðum, bæði hérlendis og erlendis er líka bannað að reykja. Það getur verið erfitt þegar þörfin fyrir sígarettu lætur á sér kræla.

Það er bannað að reykja í flestum flugvélum og brot á því er refsivert. Á mörgum stöðum, bæði hérlendis og erlendis er líka bannað að reykja. Það getur verið erfitt þegar þörfin fyrir sígarettu lætur á sér kræla.

Það má fá nikótínlyf í margs konar formi og styrkleika:

  • Tyggigúmmí
  • Plástrar, bæði sólarhrings- og dagplástrar
  • Munnsogstöflur
  • Munnstykki (til innöndunar)
  • Tungurótartöflur
  • Nefúði
  • Munnúði

Nikótín má nota til þess að komast yfir stutt tímabil án þess að reykja, eins og t.d. flugferðir. Þau eru þó fyrst og fremst ætluð til þess að aðstoða fólk við að hætta alveg að reykja.

Hjá Lyfju og í Apótekinu fæst úrval nikótínlyfja sem uppfylla nikótínþörfina þegar á þarf að halda. Komdu í næstu verslun og sérþjálfað starfsfólk mun aðstoða þig við að velja hvaða nikótínlyf hentar þér best.

Sjá nánar undir Nicorette og Nicotinell í Lyfjabókinni.