Hormónaflipp

Breytingaskeið

Hvernig er hægt að  koma stjórn á blessaða hormónana. Fókusinn varðandi slík vandamál hefur mjög oft verið á konur á breytingaskeiði en þó er það svo að yngri konur lenda mjög oft í vandræðum og hormónaflippi.

Hvað er til ráða fyrir þann hóp sem fá fyrirtíðaspennu og ýmis vandamál tengd tíðahringnum?

Það er margt hægt að prófa og mataræðið og lífsstíllinn eru auðvitað mikilvæg og stór atriði. Mikil sykurneysla, óþolsvaldandi fæða og neysla á slæmri fitu er eitthvað sem ætti að forðast. Það er mikilvægt að halda blóðsykrinum í jafnvægi, neyta próteins, trefja og góðrar fitu allt í bland við gróft kornmeti (fyrir þær sem þola) og helling af grænmeti.

það er mikið til af allskonar bætiefnum sem geta hjálpað þessum yngri hóp kvenna.

Fyrst má kannski telja Maca rótina sem er þekkt fyrir hormónajafnandi áhrif sín og hentar flestum mjög vel. Hún fæst í ýmsu formi og ég bendi til dæmis á Maca extract frá Solaray. Annað sem gæti virkað eru omega fitusýrur.Hún er þekkt fyrir að hafa góð áhrif á hormóna ungra kvenna á barneignaraldri. Þó ber að gæta þess að fá líka nóg af omega 3, til dæmis fiskiolíu eða hörfræolíu. Þessar omega fitusýrur (3 og 6) eru lífsnauðsynlegar og óhemju mikilvægar hormónakerfinu. 

Magnesíum og D vítamín geta líka hjálpað.

Magnesíum kemur við sögu í ótal mörgum efnahvörfum í líkamanum og getur óbeint stuðlað að betra hormónajafnvægi. D vítamín er nokkurskonar hormón í sjálfu sér og styður við hormónaframleiðslu. Þar sem flest okkar hér á landi vantar D vítamín þá er um að gera að huga að því.

Ashwagandha jurtin getur líka verið góð ef hormónaflippinu fylgja einhverjar skapsveiflur (sem oft getur verið). Einnig er Burnirótin hjálpleg sem og Síberíu ginseng.

Svo má ekki gleyma því hvað þarmaflóran er mikilvæg í þessu sambandi og um að gera að næra hana með vinveittum meltingargerlum (asídófílus).