Leikum saman sem fjölskylda

Almenn fræðsla Ferðir og ferðalög Hreyfing

  • IStock_47705452_SMALL

Börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun. Fjölskyldan getur fengist við ýmislegt saman sem þarf ekki að kosta mikið eða jafnvel ekki neitt.

Lengi býr að fyrstu gerð og því er ákjósanlegt fyrir foreldra að hvetja til samverustunda fjölskyldunnar þegar börn eru ung og halda þeim við inn í unglingsárin eins og kostur er. Viðfangsefnin þurfa jafnframt ekki að vera flókin. 

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar má finna hugmyndir að viðfangsefnum fjölskyldunnar sem kosta lítið sem ekkert og Ævintýri á gönguför sem er ætlað yngstu borgurunum í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum.

Þátttaka barna og unglinga í hvers kyns frístundastarfi er gróið í menningu okkar Íslendinga. Frístundastarf er öflug forvörn ef starfið er skipulagt og ábyrgir leiðbeinendur leiða starfið.

Haustið er tilvalinn tími fyrir samverustundir er um að gera að skella sér í hinar ýmsu ferðir. Þær þurfa ekki að kosta mikið og geta jafnvel kostað ekki neitt. 

Dæmi um ferðir sem skemmtilegt er að fara í eru:

  • Umhverfið eða næsta nágrenni.
  • Fjöruferð þar sem margir fjársjóðir leynast.
  • Berjaferðir þar sem börnin njóta útiveru og fyllast af góðum vítamínum í leiðinni.
  • Hjólaferðir í hverfum sem ekki oft eru heimsótt.
  • Sundferðir eru hressandi fyrir alla fjölskyldumeðlimi og um að gera að taka ömmu og afa með.
  • Bátsferðir eru skemmtilegur kostur fyrir börn á öllum aldri.

Ef það endar á FERÐ þá ljóma yfirleitt börn og vita að ævintýri eru á næstu grösum - sérstaklega ef þið takið hollt og gott nesti með.

Upplýsingar í greininni fengum við hjá Saman  og á Facebook síðu Færni til framtíðar. Lyfja mælir eindregið með að þið skoðið þessar síður þegar skipulagðar eru ferðir fyrir fjölskylduna.